Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Stundum er ég svo mikill smáborgari!!

HómerÉg er ný búin að uppgötva nýju Hagkaupsverslunina í Holtagörðum. Skaust þar inn í fyrsta skipti um daginn til að kaupa sumargjafir handa stelpunum, ekkert fansí, pansí hér á bæ, í kreppunni!! Bara hefðbundnar sumargjafir, fata, skófla og stórar gangstéttakrítar Wizard!
Nú þurfti ég að fara aftur áðan og vitiði að ég elska flottar matarbúðir, ég stóð sjálfa mig að því að ganga í rólegheitum milli matarhillanna og skoða allt matarúrvalið og njóta þess bara að spá og spuklera hvað það væri mikið til af flottum og girnilegum mat! Sumir fara í fatabúðir og skima, ég hef gaman af því að fara í matarbúðir og skima og ég segi hér og skrifa, þessi matarbúð er flottust LoL
 
Ég kíkti í framhaldinu inn í Jóa Fel, bara til að skoða allt flotta brauðið og allar flottu kökurnar sem eru til (semégmáekkiborðamegrunmegrunmegrum) Wink!
 
Þegar ég settist út í bíl, varð mér hugsað að ég væri algjör úthverfahúsmóðir og pínu smáborgari! Hver fer í Hagkaup, bara til að skoða mat.....það skalt tekið fram að ég keypti ekki eins og eina mjólk....ég bara skoðaði Blush!
 
En ég er annars bara góð, helgarfrí framundan á kærleiksheimilinu, enginn sunnudagaskóli, engin messa...bara frí LoL! Það hefur ekki gerst síðan í febrúar, þannig að þetta er kærkomið og við ætlum að njóta þess í botn og vera slök út á kantinn með fullan bíl af tónlist!
 
Sunna kveður!! 
 
 

Tími!

tímiMér finnst stundum svo merkilegt hvað tíminn getur verið afstæður. Ég hef yfirleitt frekar mikið að gera og síðustu vikur hafa verið þannig að ég hef haft of mikið að gera, átt erfitt með að forgangsraða og lent í örlitlu stjórnleysi með tímann minn. Það versta sem að ég lendi í er að hafa lítinn tíma og vera á hlaupum. Þá fer blóðþrýstingurinn upp úr öllu og ég verð andstutt með hjartsláttatruflanir W00t! Fyrir svona 10 dögum síðar myndaðist smá rými og ég fékk smá aukatíma. Ég fór að lesa yfir ritgerð og sendi efni meira að segja frá mér, klöppum fyrir því.....aftur Wizard og ég gat farið að blogga á ný. Mér finnst gott að hafa smá rými í lífinu til að gera það sem ég þarf og mér finnst erfitt þegar verkefni sem eru brýn eru farin að sitja á hakanum af því að ég hef tekið að mér of mörg verkefni. Núna finn ég að tíminn er að minnka aftur og ég þarf að fara að setja ákveðið verkefni á hilluna sem að ég var ný farin að líta í á ný vegna þess að ég fékk aukatíma. Ferming einkasonarins er framundan og ég er ekki einu sinni búin að ákveða aðalréttinn GMG....ég á eftir að baka, kaupa serviettur, kerti, dúka, fara í litun og plokkun, klippingu og ég veit ekki hvað og hvað! Kona verður jú að vera glæsileg þegar barnið hennar er fermt. Það er sjálfsagt mannréttindamál Police. Nú er mamma mín á leiðinni og við ætlum að fara yfir það sem þarf að gera, semja strategíu og leggja úr höfn! Næst þegar tíminn verður nógur, þá sný ég mér að verkefninu sem er alltaf síðast í forgangsröðuninni LoL!
 
Tjussss......hevanæsdei Heart!

Skrýtinn dagur!

leiðSumir dagar eru eitthvað svo skrýtnir og dagurinn í dag er einn af þeim. Er eirðarlaus, með athyglisbrest og valkvíða! Mér tókst þó að koma yfirliti saman sem ég þarf að senda vegna embættisgengisins sem ég vil hafa ef að í mér leynist klerkur sem vill komast út í dagsljósið Halo! Ég finn bara að ég er eitthvað svo uppgefin eftir síðustu vikur, enda búin að upplifa töluvert álag af ýmsum ástæðum og finn að uppsöfnuð þreyta er að koma fram núna og það er óþægilegt vegna þess að ég þarf að gera fullt, skrifa fullt og vinna fullt, svo ég tali nú ekki um þrif á þessu heimili....já ég þarf að skúra Devil! Æi....þetta er einn af þessum dögum þar sem margt er ómögulegt og allt óyfirstíganlegt!
 
Vonandi verður morgundagurinn meira hressandi! Góða helgi, kem með ofurkátafærslu á morgun ef Guð lofar, þangar til eitt stórt geisp til ykkar SleepingHeart!
 
 

Manísk á sumardaginn fyrsta!!

Ég er tiltölulega róleg manneskja að eðlisfari, finnst gott að vera heima, hanga í tölvunni eða horfa á mynd eða bara eitthvað sem að krefst ekki gríðarlegra tjáskipta Cool!
 
Á móti hef ég einnig gríðarlega þörf fyrir dagskrá og eitthvert prógramm svona til að láta tímann líða, þannig að í mér eru svona tiltölulega saklausar andstæður sem togast oft á!
 
Dagurinn í dag er búinn að vera svona dæmigerður dagskrárdagur!! Ég hef hvorki meira né minna en, sótt þrjár hverfishátíðir heim Cool! Þetta byrjaði allt í morgun þar sem að ég vann með Neskirkju á bjartsýnisbusli í Vesturbæjarlaug. Þar fór ég með eins og eitt bænavers og tók þátt í dagskránni þar til klukkan 12. Eftir þetta lá leiðin upp í Seljahverfi þar sem ég marseraði með skátunum, lúðrasveit og öllu tilheyrandi niður í Seljakirkju, þar sem tók við bænastund og tónlistarflutningur! Eftir þetta lá leiðin í mitt heimahverfi og þar kíktum við á hátíð sem að var fyrir framan Árbæjarskóla!
 
Þannig ég hef í dag náð þremur hátíðum í ólíkum hverfum og tel það nokkuð vel af sér vikið.....ef ekki frekar manískt W00t!
 
Nú er tekin við hvíldarstund á kærleiksheimilinu, þar sem ég er pínu úfin og tætt Pinch, Síðan er afmæli í kvöld Wizard
 
Gleðilegt sumar þið sæta og klára fólk sem að les síðuna mína Heart
 
Sunna kveður að sinni! 

Ég er til!

sólÉg er búin að taka fram stuttermabolina, stuttbuxurnar, sólarvörnina, sólgleraugun, diskana mína með Skítamóral, vegahandbókina, brúnkukremin, sandalana, bikiníin, grillið, garðstólana, strandmotturnar, piparúðann...úbbs sorrí smá mistök það er bara löggan sem notar hann Police, flugubanann, flugueitrið, og mýfluguvarann (til að setja á hausinn). Ég er til fröken sumar...nú máttu koma með pompi og pragt! Á miðnætti hefst gleðin, sumarið kemur með sól í sinni og ég er reddí Cool, alla vega fram að vorhretinu og sumarsnjónum og júlírigningunni og ofsaveðrinu um verslunarmannahelgina og snemmbúnu hausti W00t!

Ó já!!! Ég er til!!! Gleðilegt sumar Heart!

 


Lífsmark....

Ég fékk svo krúttlega gestabókafærslu núna um daginn að ég varð aðeins að láta vita af mér! Ég hef það nokkuð fínt......hef staðið í mörgu síðustu vikur sem að of langt mál er að fara í, kannski blogga ég um það allt í framhaldssöguformi þegar tími gefst til, innihaldið myndi fela í sér m.a. baráttu við myglusvepp og fleira Whistling!

Vildi bara segja hæ og bæ og vona að þið séuð stillt og prúð og hafið ekki of miklar áhyggjur af kreppunni og fallandi gengi krónunnar, það er jú að koma vor og vori fylgir alltaf smá dass af von og gleði yfir lífinu sjálfu, er það ekki bara LoLCool!

Sjáumst,

Sunnatunna!


Bloggstraff!

Einhver kann að hafa velt því fyrir sér undanfarið af hverju hér er ekkert bloggað....öðrum kann að vera nákvæmlega sama Whistling. Mér fannst ég þó þurfa að skýra fyrir þeim sex sem að hafa kíkt hér inn í dag af hverju hér er ekkert að gerast.

Sko: Málið er að ég er farin í bloggstraff vegna mikilla anna. Ég hef ákveðið að láta bloggið í friði þangað til að ég hef lokið við stóran hluta af ritgerðinni minni og get þá farið að blogga með góðri samvisku á ný og lesið um leið annarra mannarra blogg án þess að vera alltaf að stela til þess tíma frá öðrum verkefnum.

Reynslan er þó sú að þegar einhver lýsir yfir bloggfríi eða bloggstoppi, þá blogga menn og konur sem aldrei fyrr Cool......þannig að við skulum sjá hvernig til tekst hjá undirritaðri. En í augnablikinu fer þetta ekki saman hjá mér, vegna þess að mér finnst svo gaman að lesa og skrifa blogg og það fer svo mikill tími í að lesa vegna þess að mér finnast svo margir skemmtilegir bloggarar til, að ég verð að draga mig alveg frá þessu í bili CryingCrying!

Það er þó ekki ástæða til að molda yfir þessu bloggi alveg strax og ég vona að menn bresti ekki í "Allt eins og blómstrið eina" Halo.......Ég mun snúa aftur, þó ekki fyrr en að ég hef sýnt umtalsverðan árangur í skrifum í minni blessuðu lokaritgerð.

Ég kíki þó öðru hvoru inn á uppáhaldsbloggvini (ekki henda mér út....plíííís...ShockingInLove), ég veit þó ekki hvort að ég kvitti mikið ... en ég verð á sveimi muhahahahahahaha.....PoliceW00tAlien!

Þangað til síðar, hafið það gott, eigið góða og gleðilega Páskahátíð öll sömul. Farið vel með ykkur og ég hlakka til að eiga hér bloggsamfélag sem allra, allra fyrst!

Lof jú gæs Heart!

Sunna Dóra


Raus!

Ég er svolítið þreytt þessa dagana, veit ekki hvað veldur??? Hugsanlega hef ég um of mikið að hugsa og það að hugsa of mikið og framkvæma minna af því sem að hugsað er um er álag ofan á allt annað W00t!

Kannski er þetta dæmigert febrúar framkvæmdaleysi en ég er orðin svolítið þreytt á þessum vetri og er orðin langeyg eftir vori, vorið er minn besti tími og ég elska upprisustefin sem að blasa við manni út um allt þegar vorar og grænkar. Mig langar í svona tíma núna en ég veit að mér verður ekki alveg að ósk minni ... það er víst ekki hægt að fá allt sem maður vill, á sumum bæjum væru of miklar kröfur, kallaðar hreinræktuð íslensk frekja Grin.

Annars held ég að þreytan mín stafi af því að ég er alltaf að hugsa um og reyna að stjórna hlutum sem að ég hef enga stjórn á. Fyrir nokkrum árum síðan fékk ég áhyggjukast yfir því að loftsteinn myndi lenda á jörðinni og ég man ég svaf ekki af áhyggjum....Blush! Ég hef fengið sams konar áhyggjur af fuglaflensunni sem að hefur verið viðloðandi fréttir frá því 2004 og ég man að ég var líka farin að skipuleggja flóttaáætlun og matarsöfnun og fannst það hróplegt óréttlæti að þetta myndi skella á heimsbyggðina á mínu æviskeiði LoL. Ennþá hef ég ekki hafið matarsöfnun en verð samt áhyggjufull öðru hvoru, án þess að geta nokkuð gert eða stjórnað þessu Shocking.

Núna hef ég áhyggjur af fjármálamarkaði og íslensku bönkunum.......vegna stöðugra frétta af versnandi ástandi og jafnvel gjaldþroti segja einhverjir erlendir spekingar Police..... en ég sem hef aldrei haft áhuga á markaði, er farin að fylgjast með kauphöllinni og lesa viðskipta fréttir alveg markvisst og af miklum áhuga. Þetta er alveg nýtt í mínu lífi og gæti einmitt talist til þessara áhyggja sem að ég bý mér til en hef enga möguleika á að breyta eða bæta því ástandi sem að haft er áhyggjur af Whistling.

Gæti verið að ég búi mér til áhyggjur af einhverju sem er svo fjarlægt að ég get engan veginn haft áhrif á þær og um leið tekst mér að bægja huganum frá því sem að raunverulega er innan seilingar og ég get breytt. Eins og til dæmis að klára ritgerðina mína, fara til tannlæknis, fara með Möttuna mína minnstu í kirtlatöku sem að mér hefur tekist fram að þessu að bægja frá mér en á nú að skella á með fullum þunga og mér finnst það óþægilegt. Af því að mér finnst þetta allt óþægilegt þá hef ég frekar feitar áhyggjur að loftsteinum, fuglaflensu og fjármálamarkaði af því að það er utan seilingar og enginn raunhæfur möguleiki á því að ég muni leika stórt hlutverk þegar kemur að þessu þáttum.

Það er alltaf sagt að það eigi að byrja í túninu heima og ég sat í bænastund í Digraneskirkju í gær með unglingum og þá allt í einu uppgötvaði ég hvað er að stoppa mig í að geta hugsað fram á við og það var merkileg lífsreynsla að fá það allt í einu upp í hugann hvað amar að en um leið óþægilegt líka Halo.

Nú þarf ég að spýta í lófana, ég hef sagt það oft áður en núna verð ég. Það eru alla vega ákveðnir hlutir sem að ég get haft áhrif á og þeir eru allir innan seilingar. Málið er bara að byrja og hætta að hugsa fram í tímann statt og stöðugt og einbeita sér að deginum í dag.

Ég þurfti aðeins að rausa í dag, sumir dagar og vikur eru þannig að ég er alveg eins og haugur og þessi er einmitt þannig. Ég er viss um að brátt kemur betri tíð með blóm í haga, málið er bara að hugsa ekki lengra en nefið á sér nær. Ég bíst við að það sé vænlegra til árangurs en að vera alltaf að hugsa langt út í geim og alla leið til baka.......það er ansi þreytandi til lengdar að fara alltaf í það langa ferðalag!

Góða nótt og ekki hugsa of mikið LoLHeart!


Hux

öskudagur 010Við Matta erum heima í dag, fengum tölvupóst í gær að það væri streptókokkafaraldur á leikskólanum og hann væri einkennalaus. Þannig að það var brunað á læknavaktina og tekið strok og kom í ljós að hún er með streptókokka og Guð einn veit hvað hún hefur haft þetta lengi vegna þess að hún hefur ekki fundið til í hálsinum og verið hin hressasta. Nú er hún hins vegar komin á lyf en má ekki fara á leikskólann fyrr en á morgun, þá er hún víst hætt að smita.

Þannig að við mæðgur erum bara í rólegheitum og höfum það barasta ágætt! Ég hef verið að lesa smá, halda mér í ritgerðarformi LoL og læt hér fylgja með ljóð sem ég fann í bók sem heitir "But She Said. Feminist Practices Of Biblical Interpretation" eftir Elisabeth Schussler Fiorenzu, hún er pínu uppáhald þessa dagana Wink!

Contact Lenses.

Lacking what they want to see

makes my eyes hungry

and eyes can feel

only pain

Once I lived behind thick walls

of glass

and my eyes belonged to a different ethic

timidly rubbing the edges

of whatever turned them on.

Seeing usually

was a matter of what was

in front of my eyes

matching what was

behind my brain.

Now my eyes have become

a part of me exposed

quick risky and open

to all the same dangers.

I see much

better now

and my eyes hurt.

Audre Lorde, the black unicorn: Poems.

Eigði góðan dag Heart


Martröð!

kaffi2 

Ég vaknaði í morgun og uppgötvaði mér til skelfingar að það er ekki til neitt kaffi og búðin opnar ekki fyrr en eftir 36 mínútur W00t!

Veit ekki hvort ég hef þetta af, það  mun koma í ljós annars verð ég svona í dag:

sofandi

Þetta er það versta í heimi að vakna og eiga ekki kaffi Crying, en ég brosi í gegnun tárin og verð mætt fyrir utan Nóatún fyrst af öllum Wizard!

Eigið góðan mánudag og vonandi verður hann ekki til mæðu, hann verður það samt hjá mér ef ég fæ ekki KAFFI bráðum Grin!

Innskot: Klukkan 09.41 búin með tvo bolla og lífið brosir við LoLGrin!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband