Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
30.4.2008 | 13:31
Stundum er ég svo mikill smáborgari!!






29.4.2008 | 11:18
Tími!






25.4.2008 | 15:56
Skrýtinn dagur!





24.4.2008 | 15:52
Manísk á sumardaginn fyrsta!!






Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.4.2008 | 21:54
Ég er til!
Ég er búin að taka fram stuttermabolina, stuttbuxurnar, sólarvörnina, sólgleraugun, diskana mína með Skítamóral, vegahandbókina, brúnkukremin, sandalana, bikiníin, grillið, garðstólana, strandmotturnar, piparúðann...úbbs sorrí smá mistök það er bara löggan sem notar hann
, flugubanann, flugueitrið, og mýfluguvarann (til að setja á hausinn). Ég er til fröken sumar...nú máttu koma með pompi og pragt! Á miðnætti hefst gleðin, sumarið kemur með sól í sinni og ég er reddí
, alla vega fram að vorhretinu og sumarsnjónum og júlírigningunni og ofsaveðrinu um verslunarmannahelgina og snemmbúnu hausti
!
Ó já!!! Ég er til!!! Gleðilegt sumar !
1.4.2008 | 10:08
Lífsmark....
Ég fékk svo krúttlega gestabókafærslu núna um daginn að ég varð aðeins að láta vita af mér! Ég hef það nokkuð fínt......hef staðið í mörgu síðustu vikur sem að of langt mál er að fara í, kannski blogga ég um það allt í framhaldssöguformi þegar tími gefst til, innihaldið myndi fela í sér m.a. baráttu við myglusvepp og fleira !
Vildi bara segja hæ og bæ og vona að þið séuð stillt og prúð og hafið ekki of miklar áhyggjur af kreppunni og fallandi gengi krónunnar, það er jú að koma vor og vori fylgir alltaf smá dass af von og gleði yfir lífinu sjálfu, er það ekki bara !
Sjáumst,
Sunnatunna!
4.3.2008 | 13:21
Bloggstraff!
Einhver kann að hafa velt því fyrir sér undanfarið af hverju hér er ekkert bloggað....öðrum kann að vera nákvæmlega sama . Mér fannst ég þó þurfa að skýra fyrir þeim sex sem að hafa kíkt hér inn í dag af hverju hér er ekkert að gerast.
Sko: Málið er að ég er farin í bloggstraff vegna mikilla anna. Ég hef ákveðið að láta bloggið í friði þangað til að ég hef lokið við stóran hluta af ritgerðinni minni og get þá farið að blogga með góðri samvisku á ný og lesið um leið annarra mannarra blogg án þess að vera alltaf að stela til þess tíma frá öðrum verkefnum.
Reynslan er þó sú að þegar einhver lýsir yfir bloggfríi eða bloggstoppi, þá blogga menn og konur sem aldrei fyrr ......þannig að við skulum sjá hvernig til tekst hjá undirritaðri. En í augnablikinu fer þetta ekki saman hjá mér, vegna þess að mér finnst svo gaman að lesa og skrifa blogg og það fer svo mikill tími í að lesa vegna þess að mér finnast svo margir skemmtilegir bloggarar til, að ég verð að draga mig alveg frá þessu í bili
!
Það er þó ekki ástæða til að molda yfir þessu bloggi alveg strax og ég vona að menn bresti ekki í "Allt eins og blómstrið eina" .......Ég mun snúa aftur, þó ekki fyrr en að ég hef sýnt umtalsverðan árangur í skrifum í minni blessuðu lokaritgerð.
Ég kíki þó öðru hvoru inn á uppáhaldsbloggvini (ekki henda mér út....plíííís...), ég veit þó ekki hvort að ég kvitti mikið ... en ég verð á sveimi muhahahahahahaha.....
!
Þangað til síðar, hafið það gott, eigið góða og gleðilega Páskahátíð öll sömul. Farið vel með ykkur og ég hlakka til að eiga hér bloggsamfélag sem allra, allra fyrst!
Lof jú gæs !
Sunna Dóra
20.2.2008 | 19:45
Raus!
Ég er svolítið þreytt þessa dagana, veit ekki hvað veldur??? Hugsanlega hef ég um of mikið að hugsa og það að hugsa of mikið og framkvæma minna af því sem að hugsað er um er álag ofan á allt annað !
Kannski er þetta dæmigert febrúar framkvæmdaleysi en ég er orðin svolítið þreytt á þessum vetri og er orðin langeyg eftir vori, vorið er minn besti tími og ég elska upprisustefin sem að blasa við manni út um allt þegar vorar og grænkar. Mig langar í svona tíma núna en ég veit að mér verður ekki alveg að ósk minni ... það er víst ekki hægt að fá allt sem maður vill, á sumum bæjum væru of miklar kröfur, kallaðar hreinræktuð íslensk frekja .
Annars held ég að þreytan mín stafi af því að ég er alltaf að hugsa um og reyna að stjórna hlutum sem að ég hef enga stjórn á. Fyrir nokkrum árum síðan fékk ég áhyggjukast yfir því að loftsteinn myndi lenda á jörðinni og ég man ég svaf ekki af áhyggjum....! Ég hef fengið sams konar áhyggjur af fuglaflensunni sem að hefur verið viðloðandi fréttir frá því 2004 og ég man að ég var líka farin að skipuleggja flóttaáætlun og matarsöfnun og fannst það hróplegt óréttlæti að þetta myndi skella á heimsbyggðina á mínu æviskeiði
. Ennþá hef ég ekki hafið matarsöfnun en verð samt áhyggjufull öðru hvoru, án þess að geta nokkuð gert eða stjórnað þessu
.
Núna hef ég áhyggjur af fjármálamarkaði og íslensku bönkunum.......vegna stöðugra frétta af versnandi ástandi og jafnvel gjaldþroti segja einhverjir erlendir spekingar ..... en ég sem hef aldrei haft áhuga á markaði, er farin að fylgjast með kauphöllinni og lesa viðskipta fréttir alveg markvisst og af miklum áhuga. Þetta er alveg nýtt í mínu lífi og gæti einmitt talist til þessara áhyggja sem að ég bý mér til en hef enga möguleika á að breyta eða bæta því ástandi sem að haft er áhyggjur af
.
Gæti verið að ég búi mér til áhyggjur af einhverju sem er svo fjarlægt að ég get engan veginn haft áhrif á þær og um leið tekst mér að bægja huganum frá því sem að raunverulega er innan seilingar og ég get breytt. Eins og til dæmis að klára ritgerðina mína, fara til tannlæknis, fara með Möttuna mína minnstu í kirtlatöku sem að mér hefur tekist fram að þessu að bægja frá mér en á nú að skella á með fullum þunga og mér finnst það óþægilegt. Af því að mér finnst þetta allt óþægilegt þá hef ég frekar feitar áhyggjur að loftsteinum, fuglaflensu og fjármálamarkaði af því að það er utan seilingar og enginn raunhæfur möguleiki á því að ég muni leika stórt hlutverk þegar kemur að þessu þáttum.
Það er alltaf sagt að það eigi að byrja í túninu heima og ég sat í bænastund í Digraneskirkju í gær með unglingum og þá allt í einu uppgötvaði ég hvað er að stoppa mig í að geta hugsað fram á við og það var merkileg lífsreynsla að fá það allt í einu upp í hugann hvað amar að en um leið óþægilegt líka .
Nú þarf ég að spýta í lófana, ég hef sagt það oft áður en núna verð ég. Það eru alla vega ákveðnir hlutir sem að ég get haft áhrif á og þeir eru allir innan seilingar. Málið er bara að byrja og hætta að hugsa fram í tímann statt og stöðugt og einbeita sér að deginum í dag.
Ég þurfti aðeins að rausa í dag, sumir dagar og vikur eru þannig að ég er alveg eins og haugur og þessi er einmitt þannig. Ég er viss um að brátt kemur betri tíð með blóm í haga, málið er bara að hugsa ekki lengra en nefið á sér nær. Ég bíst við að það sé vænlegra til árangurs en að vera alltaf að hugsa langt út í geim og alla leið til baka.......það er ansi þreytandi til lengdar að fara alltaf í það langa ferðalag!
Góða nótt og ekki hugsa of mikið !
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.2.2008 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.2.2008 | 12:45
Hux
Við Matta erum heima í dag, fengum tölvupóst í gær að það væri streptókokkafaraldur á leikskólanum og hann væri einkennalaus. Þannig að það var brunað á læknavaktina og tekið strok og kom í ljós að hún er með streptókokka og Guð einn veit hvað hún hefur haft þetta lengi vegna þess að hún hefur ekki fundið til í hálsinum og verið hin hressasta. Nú er hún hins vegar komin á lyf en má ekki fara á leikskólann fyrr en á morgun, þá er hún víst hætt að smita.
Þannig að við mæðgur erum bara í rólegheitum og höfum það barasta ágætt! Ég hef verið að lesa smá, halda mér í ritgerðarformi og læt hér fylgja með ljóð sem ég fann í bók sem heitir "But She Said. Feminist Practices Of Biblical Interpretation" eftir Elisabeth Schussler Fiorenzu, hún er pínu uppáhald þessa dagana
!
Contact Lenses.
Lacking what they want to see
makes my eyes hungry
and eyes can feel
only pain
Once I lived behind thick walls
of glass
and my eyes belonged to a different ethic
timidly rubbing the edges
of whatever turned them on.
Seeing usually
was a matter of what was
in front of my eyes
matching what was
behind my brain.
Now my eyes have become
a part of me exposed
quick risky and open
to all the same dangers.
I see much
better now
and my eyes hurt.
Audre Lorde, the black unicorn: Poems.
Eigði góðan dag
18.2.2008 | 08:27
Martröð!
Ég vaknaði í morgun og uppgötvaði mér til skelfingar að það er ekki til neitt kaffi og búðin opnar ekki fyrr en eftir 36 mínútur !
Veit ekki hvort ég hef þetta af, það mun koma í ljós annars verð ég svona í dag:
Þetta er það versta í heimi að vakna og eiga ekki kaffi , en ég brosi í gegnun tárin og verð mætt fyrir utan Nóatún fyrst af öllum
!
Eigið góðan mánudag og vonandi verður hann ekki til mæðu, hann verður það samt hjá mér ef ég fæ ekki KAFFI bráðum !
Innskot: Klukkan 09.41 búin með tvo bolla og lífið brosir við !
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar