Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
13.2.2008 | 17:25
Lost!
Ég hef verið alveg týnd síðustu daga,
ég hef það þó á tilfinningunni að ég sé að rata aftur heim !
Ég spái því betri bloggframmistöðu með hækkandi sól og þá er best að setja upp sólgleraugun !
Þangað til næst og ekki fyrr en síðar!
10.2.2008 | 18:12
Það mikilvægasta í lífinu!
Þegar úti stormar þá er best að huga að því sem að er mikilvægast í heiminum:
Systrakærleikur :
Hafið það gott í komandi viku !
6.2.2008 | 15:06
Öskudagur!
MAMMA VEISTU HVAÐA DAGUR ER Í DAG...........ÞAÐ ER ÖSKUDAGUR!!!! Þetta vaknaði ég við klukkan 7 morgun þegar fimm ára dóttir mín sem er búin að bíða eftir þessum degi síðan fyrir jól hrópaði upp yfir sig af tómri gleði og ég held að hún hafi í raun og veru verið spenntari fyrir þessum degi en aðfangadegi !
Hér var síðan byrjað að spreyja og mála og gera stelpurnar tilbúnar með tilheyrandi yfirspenningi og gleði. Möttulíusinn minn fór í leikskólann en þar var öskudagsball en ég fór á rúntinn með Sigrúnu og vinkonu hennar. Þar breyttist ég í brjálaða öskudagsmömmu og fylltist sælgætismetnaði fyrir hönd dóttur minnar og við brunuðum búð úr búð, fyrirtæki úr fyrirtæki þar til pokar og pinklar voru fullir af sælgæti. Þetta var reyndar alveg hrikalega gaman og ég átti svo erfitt með að fela hláturinn stundum því að þessar tvær vinkonur voru alveg óborganlega fyndnar og kotrosknar yfir þessu öllu saman, enda í fyrsta sinn sem að þær syngja fyrir nammi !
Ég man það sjálf þegar ég söng í fyrsta skipti fyrir nammi (hér kemur reynslusaga ) en þá var ég tólf ára. Við vinkonurnar bjuggum til okkar eigin búninga í handavinnu í skólanum, saumuðum öskupoka á okkur og vorum ekkert smá flottar. Síðan fórum við upp í iðnaðarhverfi í Árbænum og enduðum á stöð 2 um kvöldið en þá var Vala Matt og Helgi Pé með svona, Ísland í dag þátt og við fengum að koma og syngja lagið okkar og spjalla um öskudag! Okkur fannst þetta ekkert smá skemmtilegt, við bjuggum meira að segja til okkar eigin texta við lagið Fyrr var oft í koti kátt, sem að hljómaði svona: Einu sinni á öskudag, krakkar fór´í bæinn. Til að syngja lítið lag fyrir poka af nammi. Margt eitt kvöld og margan dag, átum við í næði: Kóka Kóla, marabú, kan kan, kúlu og æði
! Já...það er greinilegt að í mér leynist snillingur, það er alveg ljóst af þessari litlu reynslusögu um mínar fimm mínútur af frægð árið 1987
!
Annars er herra letipúki búinn að banka upp á hjá mér í dag og hvísla að mér að ég þurfi ekkert að gera neitt (Gestgjafinn var að koma í hús og ég ógó upptekin við að lesa ).....ég er samt að reyna að snúa hann niður enda liggur fyrir að búa til ratleik fyrir 10-12 ára börn í Melaskóla sem að verður á föstudaginn á Vetrarhátíð í Reykjavík og er þemað nærumhverfi barnanna. Jams....mér fellur aldrei verk úr hendi
!
Veriði góð og ekki með neitt vesen....!
30.1.2008 | 11:40
??
Ég hef bara svo lítið að segja og hræðist tölvuna eins og heitan eldinn og stari á hana fjandsamlegum augun vegna þess að að inn í henni er verkefnið sem að ég á að vera að vinna og er þessa dagana haldin mótþróaöskun gagnvart því, plús að það eru veikindi á heimilinu
.
Bið að heilsa í bili og vona að þetta hlé standi ekki yfir lengi, alla vega ekki þannig að bloggvinir gefist upp á mér og hendi mér út vegna þess að bílíf mí ég les bloggin ykkar þegar ég kemst í það, þó að ég kvitti ekki alltaf, þá er ég á sveimi muhahahahahaha........!
tjussss....!
ég veit ekki alveg hvort að þetta er blogg eða ekki.....get einhvern veginn ekki gert almennilega upp hug minn gangvar því máli!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.1.2008 | 21:56
Til hamingju Ísland....:-)
Með nýja borgarstjórn Reykvíkinga....!
nei djók!
Ég hef nú formlega lokið við að skrifa 46 síður í lokaritgerðinni minni og er því ca. búin með 1/3 ! Er ekki talað um sígandi lukku....
Ég vildi bara tjá þessa gleði opinberlega, svo ég sitji ekki ein að fagninu, það er svo leim eitthvað!
Annars er bóndadagur í dag, bóndinn á þessu heimili fékk bók og geisladisk ásamt nýrri sviðasultu og rófustöppu ! Við unga fólkið borðuðum pizzu enda eiginmaðurinn alinn upp í sveit en ég er stórborgarkona
! Er ekki einhvers staðar sagt að andstæður laðist að hvort öðru
.....en bóndinn er sæll og glaður og á það alveg skilið vegna þess að hann er ljósið í lífinu mínu
!
Góða nótt og sofið rótt !
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.1.2008 | 22:28
Mig hefur hreinlega skort orð síðustu daga :-(!
Jams, það er nú bara þannig. Þetta málleysi mitt hófst fyrir viku síðan, þá brá ég mér ásamt minni fjölskyldu í Brekkuskóg til að eiga helgarfrí. Fríið hófst með EM í hanbolta og sátum við spennt enda átti allt að gerast. En fyrsta áfallið reið yfir og við steinlágum fyrir Svíum.....! Nú voru góð ráð dýr og ég ákvað á fyrsta degi í bústaðnum að moka frá mér allt vit enda allt á kafi í snjó. Ég endaði eftir þetta snjómoksturskast með þúsund marbletti á fótunum og svo stirð í baki að ég mátti mig varla hræra
!!
En EM hélt áfram.....og við sáum til sólar! Ég ákvað að taka gleði mína á ný ! En allt kom fyrir ekki og leikir dauðans tóku við og ég varð þögulli og þögulli. Við áttum þó frábæra helgi í bústaðnum og komum endurnærð til baka. Með slakt gengi íslenska landsliðsins á bakinu og maður má nú ekki við miklu álagi, enda lítil úthverfasál á ferð sem að lifir frekar formföstu lífi svona daglig dags.....nei það sprakk allt í borginni og maður horfði á leikþátt og vonaðist eftir að vakna upp og allt væri í himnalagi! Ég hreinlega missti málið endanlega og er rétt að byrja að mæla einföld orð af vörum á ný....einfaldar setningar sem að krefjast ekki flókinnar hugsunar
. Ég einhvern vegin get ekki stutt þennan nýja meirihluta....ég studdi ekki þann næst nýjasta.....og veit ekkert alveg hvort að ég studdi almennilega þann fyrsta. Ég bý mig því undir flutninga og auglýsi eftir sveitarfélagi sem að getur hreykt sér af stöðugleika og jafnvægi og vill taka á móti fimm manna fjölskyldu sem að er dagfarsprúð að eðlisfari og getur gripið í ýmis verk
!
Ég segi það heiðarlega að ef að það væri gengið til kosninga í dag, þá gæti ég ekki kosið, sama hversu óábyrgt það er, ég bara veit ekki hverjum er að treysta í þessum farsa og hver myndi fara að vinna heiðarlega að málefnum sem að skipta raunverulega máli í borginni.....ég er alveg skák og mát þegar kemur að pólitík....!
Þetta eru nú svona helstu ástæður þess að ég hef varla getað mælt orð vegna harms og sorgar, allt handbolta og pólitík að kenna.
En svo rofar alltaf til, alla vega í boltanum og við urðum vitni að upprisu í kvöld ! Það kemur alltaf betri tíð með blóm í haga og ég vona að nú sé sú tíð að hefjast....svona íþróttalega talað....um pólitíkina vil ég ekkert segja enda vantrúin á þau mál meiri en orð fá lýst!
Það er nú þannig á þessum síðustu og verstu en ég ætla svona í lokin að setja inn myndir frá helginni sem var frábær í einu orði sagt.....fyrir utan bakverki og EM í handbolta!
Góða nótt !
14.1.2008 | 21:54
Afrek!
Ég tók fram skólabók í morgun, nánar klukkan 10.20 að staðartíma. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég lít þessar bækur augum í heilan mánuð og ég las nákvæmlega í 25 mínútur eða til 10.50 þegar hungrið bar mig ofurliði og ég skrönglaðist inni í eldhús til að fá mér flatköku. Eftir það var kominn tími á sturtu og vinnu þannig að ekki vannst meiri tími til að lesa, en það var lesið
! Það er afrek dagsins í dag og ég mátti til með að deila því með ykkur!
Annars er ég nokkuð góð, er grasekkja. Bolli fór reyndar ekki til Kenýja í morgun eins og ætlað var, þar er víst ekki gott að vera þessa dagana og ég er afar fegin. Hann lagði hins vegar á fjallið í morgun (Hellisheiðina) og keyrði sem leið lá í Skálholt (Mattan mín sem er fimm ára, kallaði það Kattholt áðan. Sagði að pabbi sinn væri í Kattholti ). Bolli er sem sagt á endurmenntunar námskeiði presta og þangað er kominn úglendingur að nafni Gordin Lathrop til að fræða menn og konur um predikunarfræði. Bolli verður þarna fram á föstudag!
Þannig að hér sit ég, í blárri allt of stórri flíspeysu með alla glugga lokaða og að kafna úr hita og er virkilega að hugsa um að fara bara að lesa.....eða sofa....eða lesa blogg...sé til. Það er alla vega tómlegt þegar vantar hinn helminginn !
Læt þetta duga af fréttum hér af kærleiksheimilunu og bíð lesendum til sjávar og sveita góða nótt !
13.1.2008 | 15:57
Laugardagur: Þriðji í afmæli!
Sigrún Hrönn Bolladóttir miðjan okkar, átti afmæli 2. janúar síðastliðinn eins og komið hefur fram áður hér á blogginu. Hún fékk að halda lítið fjölskylduboð, síðan fékk hún að bjóða bekkjarvinkonum heim og í dag var frænkuafmæli, en þá bauð hún uppáhaldsfrænku sinni að koma í smá eftirá afmæli.
Við fjölskyldan glöddumst mikið yfir smá snjóföl þegar við vöknuðum og við ákváðum að drífa afmælisgestinn og börnin okkar upp í Bláfjöll og reyna sleðana sem að stelpurnar fengu í jólagjöf. Við dúðuðum okkur upp og héldum af stað og þetta var satt að segja alveg ægilega gaman. Ég meira segja renndi mér sjálf á snjóþotu. hef ekki gert það í mörg ár.....og ég er enn á lífi !
Hér eru nokkrar myndir af okkur í snjónum :
Hér er annars ósköp hefðbundinn sunnudagur í gangi. Sunnudagaskólinn hófst í morgun og við fengum fulla Bessastaðakirkju og það var góð stund sem við áttum í morgun. Bolli hefur líka verið að vinna í dag, sunnudagaskóli, messa og skírn. Þannig eins og ég segi að nú er einhvern veginn allt komið í samt horf eftir jólin, búið að taka smá tíma að komast í þann gír en hann er alveg ágætur, hversdagsgírinn . Framundan vinnuvika og fríhelgi næstu helgi, þannig alltaf nóg að hlakka til er það ekki
!Eigiði gott kvöld og góða viku
!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2008 | 13:01
Hux
Ætli það sé ekki kominn tími á að ég hugsi aðeins, hef ekki stundað þá iðju mikið yfir jólin enda verið með bækur og sjónvarp til að hugsa fyrir mig yfir hátíðina !
Hversdagurinn krefst þess að maður taki upp þá iðju að hugsa á ný og nú er ekki umflúið og ég er byrjuð að þjálfa heilann !
Ég og Bolli vorum í morgun á fundi með talþjálfanum hennar Möttu. Hún er komin upp í eðlilegt meðaltal miðað við sinn aldur og hefur í raun náð þeim árangri á nokkrum mánuðum. Við foreldrarnir erum að sjálfsögðu himinlifandi og hún þarf ekki meiri talþjálfun í bili og verður endurmetin í vor. Nú þurfum við hér á heimilinu að halda þessum árangri og þjálfa hana áfram. Talþjálfinn sagði okkur að Tryggingastofnun hefði einhliða sagt upp öllum beiðnum hjá þeim sem að þurfa á þessari þjálfun að halda og þessi uppsögn hefði ekki verið tilkynnt neinum, hvorki talþjálfum né foreldrum með bréfi. Heldur hefur fólk verið að komast að þessu smátt og smátt þegar sækja á um endurgreiðslu á gjaldi. Þá er ekki heldur endurgreitt vegna þess að beiðnirnar eru ekki í gildi og sækja þarf um nýjar en þær gilda heldur ekki til endurgreiðslu. Þannig að það sem að kom fram í nýrri reglugerð heilbr.ráðherra að endurgreiða ætti eitthvað aftur í tímann stendur ekki vegna þessarar aðgerðar trygg.stofnunar að segja upp öllum beiðnum. Stofnunin ber fyrir sig samningsleysi milli talþjálfa og trygg.stofnunar. Alveg ótrúlegt mál og ég heiðarlega botna ekki í þessu frá upphafi til enda. Þessi reglugerð heilbrigðisráðherra er því meira í orði en borði þar sem enginn fær endurgreitt....ætli þetta hafi ekki bara átt að róa fólk með loforði um endurgreiðslu og svo er beitt einhverjum neðanmálsgreinum til að snúa út úr eins og alltaf !
------
Annað sem að ég hef verið að velta fyrir þessa dagana er sú undarlega tilhneiging hjá fólki til að flokka sig og aðra í ákveðin box. Hér á blogginu eru nokkur svona flokkunarbox en það eru til dæmis þau sem eru flokkuð "kristin", "feministarnir" og "trúleysingjar" svo að eitthvað sé nefnt. Ætli það láti mann líða betur ef að maður fellur í einhvern flokk, að geta skilgreint sig í einhverju boxi og þá í samfélagi með fólki af sömu tegund. Ég skilgreini mig kristna þó að margir hafi reynt að koma með mótbárur og sagt að svo sé ekki. Ég tel mig líka vera feminista og svo er ég móðir og eiginkona osfrv. Í hvaða boxi á ég að vera, skv. einhverjum kemst ég ekki í kristna boxið og ekki í trúleysis boxið . Ekki er ég stjórnmálamaður eða virk í þannig umræðu af því að mér leiðast stjórnmál....sorrí það er bara þannig
. Er til dæmis hægt að vera kristin án þess að vera bundin dogmatík og reglugerðum sem að fylgja trúarkerfum. Þarf ég að vera bókstafstrúar til að flokkast sem kristin, sitja þannig á kantinum í stjörfum ótta við komandi heimsendi og þora þannig ekki að víkja í einu eða neinu frá bókstaf lögmálsins. Er ég kristin ef að ég fylgi ekki lögmálsstafnum en kýs að taka mér stöðu með fólki sama hvaðan það kemur og vinna að réttindum þeirra, jafnvel þó að ég viti að sumt af því sem að ég geri samræmist þannig ekki bókstaf heilagrar ritningar. Á ég þá von á að brenna í víti vegna þess að ég hef leyft mér að víkja frá bókstafnum, gerir það mig minna kristna? Í mínum huga er það að vera kristin að fara í götu krossins og fylgja Jesú Kristi. Ég viðurkenni að ég hef ekki gaman að mörgu sem að Páll segir og hef lítið lagt mig fram við að fara eftir því sem að hann segir. Í mínum huga er hann maður, hann hitti aldrei Jesú sjálfan og var í trúboði sínu að skálda upp leikreglur fyrir söfnuði sína jafnóðum og hann stofnaði þá. Hann á marga góða punkta og marga skelfilega. Gerir það mig minna kristna að segja þetta og hugsa svona.....ég veit það ekki og eflaust er einhver til í að skjóta mig í kaf fyrir að segja þetta. Mér finnst það bara ekki alveg klippt og skorið, hvað það er að vera kristinn. Í mínum huga er veröldin ekki alveg svart-hvít, heldur full af gráum svæðum. Mér finnst líka þessi tilhneiging til að flokka fólk og setja það í ákveðin box gremjuleg og vil alls ekki sett í eitthvað box sjálf!
Nóg af hugsi í bili...þetta er nú alveg feikinóg til að byrja með !
tjussss.....ekki hugsa of mikið !
6.1.2008 | 16:24
Jól: In memoriam!
Ég hef hér kerti til að minnast jólanna sem nú eru liðin og eru gengin til liðs við minningar liðinna jóla. Spurning um að hafa kertafleytingar á Rauðavatninu í kvöld og jafnvel að safna saman öllum trjánum sem nú ligga þvers og kruss um Árbæinn og bíða þess að verða safnað saman af borgarstarsmönnum í komandi viku
.
Ég er búin að taka jólatréð mitt og henda því, það var smá sorglegt....líka smá gleðilegt vegna þess að því leið ekki vel eftir 14 dagana hér inni á heimilinu og var orðið þurrt og farið að hengja greinar. Ég varð smá döpur en mun bera mig vel þegar frá líður og fara að huga að hversdagslegri málum skammdegisins .
Ég er líka búin að taka niður seríur og jólaskraut.....Georg Jensen er enn hangandi en hann mun fara í kassa líka og bíða þolinmóður eftir næstu jólum þegar hann fær að skína á ný öllum til ánægju og yndisauka.
Hvað boðar nýárs blessuð sól......í augnablikunu veit ég það ekki og er stundum að hugsa of mikið um það og stundum ekki neitt. En það er allt í lagi að vita ekki hvað nýtt ár felur í sér, það að vita of mikið getur bara verið kvíðavaldandi og aukið álagið svo um munar
. Þannig að í dag er ég bara nokkuð sæl og ánægð. Bolli veit enn ekki hvernig staðan er með Kenýu ferðina og kemur það í ljós á næstu dögum, á meðan bíðum við bara róleg og vonum að fólki þar úti takist að leysa málin á farsælan hátt án þess að saklaust fólk þurfi að þjást.
Bestu kveðjur og óskir um góða viku framundan !
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar