Færsluflokkur: Lífstíll

Viska

"Slepptu"
er stutt orð en áhrifaríkt. Ef ég vil,
þá get ég hætt tilraunum mínum til að stjórna einhverjum í dag.
Laun mín verða friður!
(úr bóknni Æðruleysi, hugleiðingar eftir Karen Casey) 
 
Sumt fólk er svo viturt.......skilur mann eftir með þá tilfinningu að maður sé undir meðalgreind þegar kemur að kommon sens í lífinu....W00t
 
Hér er fleira viturlegt úr sömu smiðju:
 
Stundum virðast vandamálin óyfirstíganleg og við vitum ekki hvert við eigum að snúa okkur. Ef til vill höfum við áhyggjur af vinnunni, heilsan er ekki í lagi eða að það að búa með ættingja í vanda verður erfiðara. En fæst okkar lenda í raunverulega erfiðum vandamálum en eiga þó stöðugt við vandamál að stríða. Að vera á lífi, að vera manneskja þýðir að margt veldur okkur erfiðleikum.
 
 
 
Skapgerðabrestir eru undirrót árekstra okkar við aðra, vekja sjálsmeðaumkvun okkar, kveikja óraunhæfar væntingar, magna hindranir og minnka gleðina. Það er einföld staðreynd, að óhamingja leiðir beint af skynjun okkar og viðbrögðum gagnvart fólki og atvikum umhverfis okkur.
 
Og áfram flæðir snilldin og viskan LoL:
 
Að vera vongóð er viðhorf, sem hægt er að öðlast. Að öðlast trú á æðra máttarvald í lífi okkar mun flýta viðurkenningu okkar á voninni. Með hjálp Guðs og vina okkar munum við sannfærast um að við erum aldrei ein og það er gott. Við munum finna vonina sem við heyrum í rödd annarra.
 
Mér lærist smám saman að það að láta af stjórn, hætta að hafa áhyggjur og spá um afleiðingar, mun valda mér miklum létti.
 
Að lokum:
 
Ég á val um að vera æðrulaus og vongóð um sérhverja framvindu lífs míns.
 
Sannfæring mín um daginn í dag er: "Ég get verið eins vonglöð og hamingjusöm og ég ákveð sjálf að vera"
 
 
Thus endet the lesson LoL! Njótið dagsins, helgarinnar, stundarinnar, mínútunnar og sekúndunnar ef út í það er farið.....þetta augnablik kemur víst aldrei aftur og lifum eins og það sé enginn morgundagur Wizard!
Tjuss Heart!

Klukkiddíklukk!

Jóhanna klukkaði mig og eins og hún vill ég ekki vera félagsskítur og svara engu, þannig að hér á eftir fylgja mín svör.....verð þó að viðurkenna að ég á stundum ansi erfitt með að finna svona "uppáhalds".....finnst oft allt "best" en ég reyni þó að velja úr öllu uppáhaldinu!
 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

0 Sumarvinna í mörg ár hjá Póst-gíróstofunni í Ármúla (ef einhver man eftir henni Whistling)
0 Ingvar Helgason hf.
0 Sunnudagaskólastýra á Álftanesi.
0 Núverandi starfsmaður í barna- og unglingastarfi Neskirkju Halo.

Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á

0 Lord of the Rings þríleikurinn (get horft á þær aftur og aftur og alltaf eins og ég sé að sjá þær í fyrsta sinn).
0  Adams Æbler
0  Shadowlands
0  Color Purple

Fjórir staðir sem ég hef búið á

0 Reykjavík (Árbær)
0 Reykjavík (Ártúnsholt)
0 Reykjavík (Selás)
0 Hofsós

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

0 KLOVN 
0 American Idol 
0 24
0 Supernatural (ég er enn svo mikil gelgja, hefði líka geta sett hér "Buffy the vampire slayer"...elskaði þá þætti út af lífinu. Keypti meira segja nokkrar seríur á netinu í viðhafnarútgáfu fjölskyldunni til mikillar gleði Cool. Hef eitthvert óútskýranlegt vampýrublæti LoL)

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium

0 Kaupmannahöfn.
0 Spánn (Barcelona)
0 Spánn (Alicante)
0 Holland (Kemperpfennen, hver man ekki eftir sumarhúsaferðum til Kemperfennen sem voru vinsælar seint á síðustu öld og allir leigðu sér hjól og hjóluðu út allt, ótrúlega heilbrigt eitthvað Wizard)

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

0 www.visir.is
0 www.kirkjan.is
0 www.eyjan.is
0 www.ruv.is

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

0 Encilladas
0 Heimatilbúin Pizza
0 Serrano matur (er brjáluð í Serrano mat, helst þó gríska burrito)
0  Súpurnar í hádeginu á kaffihúsi Neskirkju….snilld, sérstaklega kjúklingasúpan LoL.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

0 Ísfólksserían – las þær reglulega aftur og aftur þegar ég var unglingur.
0 Biblína (valdir kaflar, þar fremst meðal jafningja Jóhannesarguðspjall….þreytist aldrei á að lesa það og finn alltaf eitthvað nýtt og gott í hvert sinn)
0 Bækur sem ég las í ritskýringarkúrsum í Guðfræðideildinni – neyddist til að lesa þær oftar en einu sinn til að ná prófum).
0 Aðrar skólabækur….ég hef ekki mikið úthald í að lesa bækur aftur eftir að ég hef lesið þær einu sinni, nema þá tilneydd og þá eru það skólabækur sem eru lesnar tvisvar til þrisvar……algjörlega vegan skyldunnar Shocking!

Fjórir bloggara sem ég klukka:

Fórnalömb klukksins eru eftirfarandi (veit ekki hvort ég klukka einvern sem er búin að fá klukk ef svo er þá verður bara að hafa það og viðkomandi vonandi fyrirgefur mér LoL!

Erla Björk

Hrafnhildur

Helga  Dóra

Hildur Inga

Bless í bili Heart!

 

 

Tilvistarkreppublogg

Ég hef verið að blogga um míns eigins tilvistarkreppu upp á síðkastið og svolítið mikið enda þegar maður gengur í gegnum slíka kreppu er alls ekki á allt kosið og allt verður eitthvað svo erfitt, stundum smá gremjulegt og eitthvað svo ófullkomið. Ég ákvað að segja tryggum lesendum mínum frá því að ég er bara held ég örlítið glaðari í dag en í gær... ef þetta heldur áfram verð ég hreinlega eins og syngjandi nunnan í Sound of Music...þvílík verður hamingjan. Ég held að það sé mest um vert fyrir mig að hafa eitthvað fyrir stafni og þegar ég hef nóg fyrir stafni þá er ég ekki ekki að velta hverju skrefi fyrir mér í eigin lífi og hverjum andardrætti sem ég mun taka vonandi næstu áratugina ef Guð lofar. Mér hættir svo til að fá einkenni áráttu- og þráhyggjuhegðunar, þar sem ég bít eitthvað í mig og ég fæ það gjörsamlega á heilann og greini allt um leið niður í frumeindir. Síðan er ég með þetta á heilanum næstu daga, þar til ég er búin að búa til atburðarás í heilanum sem á sér hugsanlega, mögulega enga raunhæfa stoð í raunveruleikanum. Jams...eins og ég sagði um daginn, þá er ég víst ekki fullkomin, heldur alveg hrikalega mannleg og breysk...alla vega þessa dagana en ég bíst við að verða fullkomin seinna LoLTounge!
 
Svo til að minna mig á hvað ég er eitthvað breysk, þá lendi ég í aðstæðum þar sem ég þarf að taka á öllu og allt í einu stara framan í mig aðstæður þar sem ég fyllist pirringi og gremju og öllum pakkanum.....en ég jafna mig. Þetta gerðist áðan Pinch! Það er bara gott að minna sig að lífið er ekki bara sólskin og sleikipinnar og það er gott að vera meðvituð um að það er fullt sem maður þarf að takast á við og ég veit að það er margt í eigin fari sem ég þarf að laga....en stundum finnst manni nóg af því góða og ég er alveg til í að þessum áminningum fari að linna....Þið sem stjórnið þarna uppi á himnum: Ég veit vel að ég er mannleg...LoLCool!
 
Jæja...þetta átti að vera gleðiblogg en hefur endað í einhverri sjálfs-analíseringu.....þannig að þetta er næstum því alveg að koma gleðiblogg með smá tilvistarkreppuívafi.
 
Hafið það gott....passið ykkur á vespunum, það var ein heil slík sem ruggaði veröldinni minni svo um munar í gær að ég ætlaði ekki að getað sofnað því ég sá hana fyrir mér skríða ofan í hálsinn á mér og stinga mig og ég kafna til bana........svo held ég því fram að ég sé í lagi WhistlingWizard
Tjuss...Heart

Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum....

Svona hljómaði hluti af þeim texta sem prestar landsins predikuðu út frá í gær. Þetta hljómar eitthvað svo einfalt....en er í raun svo flókið þegar á reynir. Ég ætla nú ekki að hafa þetta eitthvert bölmóðsblogg....mér finnst ég alltaf eitthvað vera að barma mér hér LoL! En ég er bara einhvern veginn á stað í lífinu þar sem ég hef bara oft ansi miklar áhyggjur af morgundeginum og framtíðinni. Ég get ekki losað mig við þessa tilfinningu, en trúið mér ég reyni það af öllum mætti, sál og huga. Ég er svona kassakona. Mér finnst agalega gott að lifa í smá boxi. Það er, mér finnst gott að vita hvað ég er að fara að gera og svona sirka hvernig lífið mitt verður næstu mánuðina. Ég hef einhvern tímann sagt hér að einn af mínum stóru kostum LoL er sá að þegar ég les bækur þá les ég alltaf fyrst, fyrsta kaflann og síðann þann síðasta. Ég bara ræð ekki við að lesa heila bók og þurfa að bíða eftir því að vita hvernig bókin endar. Þess vegna, til að slá á spennuna, les ég síðasta kaflann og þá get ég alveg verið róleg og lesið bókina til enda alveg spennulaust. Ég er greinilega ekki mikill spennufíkill og langvarandi spenna og óvissa geta alveg farið með mig W00t
 
Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum......látið hverjum degi nægja sína þjáningu ... dag í senn, eitt andartak í einu.....
 
Sálmur sr. Sigurbjörns heitins, blessuð sé minning hans, í sálmabókinni Dag í senn er einhver sá fallegasti sálmur sem ég veit og ég les hann oft og fer með hann eins og bæn. Það róar og hughreystir og hann hjálpar mér að sjá að það er sumt sem ég get ekki stjórnað, sama hvað ég reyni. Það hlýtur að vera tilgangur með öllu og þó að við sjáum hann ekki í strax, þá verður hann manni ljós á endanum. Ég alla vega reyni að trúa því og á meðan verð ég að lifa í deginum í dag en ekki í fjarlægri framtíð. Verkefni dagsins leysast ekki á meðan ég er stödd í huganum 24. október 2009 .... Whistling!
 
Ég er annars nokkuð góð, ber mig vel og brosi gegnum tárin LoLHalo!
Eigði góða og gleðilega viku framundan.....Heart

Mótvægisaðgerðir!

Eins og ég sagði fjálglega frá á færslu í gær að þá keypti ég mér fatnað í Hagkaup í gær og tók þannig á áralöngum fordómum mín gagnvart fatnaði úr þeirri ágætu búð sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla í. Í dag þurfti ég að merkjajafna. Við æddum af stað til kaupa íþróttafatnað handa dömum heimilisins sem þurfa nú að fara í íþróttir í skólanum. Pabbanum á heimilinu fannst tilvalið að gefa dætrum sínum (6 og 8 ára) Liverpool búning. Matta sagði strax nei og sagðist vilja stelpuföt, Sigrún varð hálf asnaleg en þorði samt ekki að valda pabba sínum vonbrigðum og sagðist jú alveg vera til í Liverpool búning. Ég benti eiginmanni mínum á að þetta væri alveg upplagt tilefni til að leggja þær í einelti.......þannig að það var bakkað með þetta Cool. Hann þarf bara að eignast son...veit þó ekki alveg hvort að ég bjóði mig fram til verksins Cool!
 
En í Intersport fórum við og keyptum Nike stuttbuxur, bleikar og Puma stuttermaboli, bleika. Þannig að í dag hef ég merkjajafnað og er bara í nokkuð góðu jafnvægi, þó ég segi sjálf frá LoL. Þess má geta að það var stoppað við Liverpool búningana og þeir skoðaðir og dásamaðir. ..... Whistling!
Nú er ég á leið í brúðkaup.....það fjórða í sumar, það er tilefni til að fara í spariföt, setja á sig meik og gloss og jafnvel ef vel liggur á mér þá blæs ég á mér hárið! 
 
Leiter....Heart
 
péess....ég er búin að blogga fjórum sinnum á tveimur dögum.....kannski er stíflan hreinlegast brostin og út flæðir viskubrunnur sem aldrei fyrr LoLWhistling

Asnalegt að kaupa föt í Hagkaup...

Þegar ég var unglingur var ekkert asnalegra en að kaupa föt í Hagkaup, það hreinlega var ekkert hallærislegra í henni veröld. Ég beit þetta í mig og eins og sannur Íslendingur keypti ég mér aldrei föt í Hagkaup (af því að þar var asnalegt) og ef að ég keypti eitthvað þar, þá laug ég og sagðist hafa fengið þau annars staðar Halo.

Í morgun fór ég í Kringluna og markmiðið var að kaupa eitthvað til að vera í. Mig er farið að vanta vinnuföt og nú átti eitthvað að bæta úr því. Fyrsta búðin sem ég fór í var einmitt Hagkaup. Ég gekk á milli fatarekkanna og sá nokkuð af fötum sem mér leist vel á. En þá var hvíslað í eyra mér aftur úr fortíðinni: En Sunna það er asnalegt að kaupa föt í Hagkaup, það kaupir engin kona föt þar.....kíktu í merkjabúðirnar. Það er miklu flottara að segja fólki að þú hafir keypt föt í Gallerí sautján, In Wear eða Oasis. Út arkaði ég og hóf eyðimerkurgöngu í fataverslunum Kringlunnar. Allt sem ég sá, sem mig langaði í kostaði minnst 13.000 og mest 20.000...og við erum að tala um einn bol....ekki fullan fataskáp Crying
.

Til að gera langa sögu stutta, þá endaði ég þar sem ég hóf gönguna...inni í Hagkaup. Þar fann ég fötin sem mér leist svona ansi vel á í upphafi, mátaði þau og ég leit bara svona ansi vel út LoL! Ég keypti fötin og gekk bara alsæl út með nýju fötin mín. Þannig að ég keypti föt í Hagkaup í dag........jamm og já!! Ég sagði þessari mýtu (sem er örugglega bara til í hausnum á mér) stríð á hendur. Það skiptir ekki máli hvar maður kaupir fötin sín, ef að þau eru fín og fara manni vel. Síðan er ekki verra ef að buddan léttist ekki um of við kaupin, það er eiginlega bara bónus á þessum síðustu og verstu Shocking

 

Þar hafiði það....ég er ekki fullkomin, eins og þið að sjálfsögðu hélduð LoL! Heldur fæ ég svona alveg í laumi hressandi hrokaköst og þarf að taka á honum stóra mínum til að vinna bug á honum. Það er þó bót í máli að hrokaköstin snúast um hluti sem eru ekkert svo mikilvægir þegar öllu er á botninn hvolft. Þannig að ég á mér einhverjar málsbætur hér. Unglingurinn er enn til staðar þegar kemur að fötum og merkjum Cool! Ætli ég hafi ekki bara þroskast smá í dag....obbolítið hænuskref Blush!

Góða nótt og sæta drauma! 

 

 


Hugsað upphátt!

Mér líður akkúrat núna eins og ég sé stödd á skeri einhvers staðar úti á miðju vatni og hvergi fast land í sjónamáli, en samt verð ég að komast í land sem fyrst áður en ég missi vitið Shocking! Svona hefur þetta ár verið nokkurn veginn og ég er alveg til í að fara að ná landi Pinch!

Eigði góðan helgi og munið að það er best að syngja í rigningunni LoLHeart!


Það er að draga til tíðinda í veðrinu....

Það fór um mig sælutilfinning þegar Siggi stormur sagði þetta rétt í þessu í veðurfréttum. Þetta hefur ekki heyrst núna um alla langt skeið og ég hreinlega farin að sakna þess að fá eins og einn góðan storm W00t! En nú er þetta sem sagt staðreynd....það er að koma stormur og slagveðurs rigning af verstu gerð! Það er eins gott að það komi vont veður og slatti af rigingu til að þurrka gleðibrosið af landsmönnum sem hefur ekki farið af þeim í öllu þessu handboltafári. Ég bara kann ekki við svona mikið af gleði....öllu má ofgera Halo!
 
  • Ég er annars í smá logni, búin að fræða 110 fermingarbörn í síðustu viku um Jóhannesarguðspjall og nú er vetrarstarfið fram undan.
  • Búin að koma yngstu dóttur minni í skóla, en hún að byrja núna í 6 ára bekk.
  • Búin að koma hinum tveimur grísunum af stað líka.
  • Búin að gera mest lítið alla þessa viku.
  • Er að reyna finna neistann til að byrja að skrifa tímamótaverkið aftur eftir langa, langa, langa hríð.
  • Er að reyna að hugsa ekki of mikið um hluti sem ég get ekki haft nein áhrif á.
  • Er að reyna að pirrast ekki of mikið yfir öllum þeim hlutum sem ákváðu að bila í þessum mánuði, þar má telja báða bíla heimilisins og nú síðast þvottavélin.
  • Er að reyna að hætta að borða nammi.
  • Er að reyna að fara að hreyfa mig.
  • Er að reyna að hætta að reyna svona mikið LoL!
Ég þori ekki að lofa að nú sé endurkoman mikla í bloggheima að eiga sér stað....það er svo ansalegt að segjast vera komin aftur á fullt en svo gerist ekkert. En það er alla vega kominn meiri tími til að blogga núna aftur og hver veit nema eitthvað gerist....vegir Guðs eru órannsakanlegir sagði einhver snillingur Cool!
 
Eigið góðan dag og gleðilegan storm Heart!

Konan að reyna að vera í aðhaldi...

.......Og það fyrsta sem hún gerir þegar hún kemur heim er að missa sig í súkkulaðirúsínum. Hún keypti þær í gær fyrir smá kaffiboð og fékk konan sér ekki eins og eina litla smárúsínu. Nú kom sú sama kona heim áðan, þreytt og svöng eftir að hafa elt 20 börn á Árbæjarsafni og það fyrsta sem hún sér er skálin með rúsínunum. Konan sór og sárt við lagði að fá sér ekki neitt og hóf eldamennsku af miklum móð. Augun leituðu þó alltaf til skálarinnar góðu og áður en hún vissi af var munnurinn fullur af gómsætum súkkulaðirúsínum og tilfinningin sem fór um hana var guðdómleg. Aðhald er það gremjulegasta sem er til og þessi umrædda kona er í hinu mesta basli þessa dagana að halda fögur fyrirheit um breytt mataræði og grennri maga. Það er víst ekki á allt kosið þessa dagana í lífi þessarar annars ágætu konu LoL Cool Whistling !

Sest niður og ætla að blogga en ekkert gerist....

Ég gat ekki annað en brugðist við gestabókarfærslu sem kom inn í dag og mér þótti vænt um að einhver skyldi sakna þess að ég bloggi ekki þessa dagana. Málið er að ég er að vinna alveg nine to five og þegar ég kem heim þá andast ég úr þreytu.....það er ekkert grín Shocking en ég er að vinna á leikjanámskeiðum, seinni lotan í sumar og á kvöldin er ekki snefill eftir af orku til að gera eitt né neitt. Eina sem ég megna er að fleygja mér fyrir framan Supernatural og deyja bókstaflega andlega Police
 
Þessi törn er viku í viðbót en í næstu viku verða fermingarnámskeið í Neskirkju sem ég vinn á og svo kannski kemur smá breik, alla vega í bilinu og ég vona að ég fari að komast aðeins og bloggið. Ég kíki öðru hvoru inn og ég les bloggin ykkar en ég viðurkenni að ég hef lítið kvittað og hef smá samviskubit yfir því en lofa (næstum því Cool) bót og betrun þegar sól fer að lækka og fyrstu hressandi haustlægðirnar ganga yfir okkur af sinni alkunnu snilld W00t
 
Ég sakna ykkar og vona að þið hafið það gott. Góða nótt og sætasta drauma Heart.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband