Þá er það ákveðið!

Kæra fólk nær og fjær!
Ég hef tekið þá ákvörðun, búin að velta henni fram og til baka og loksins náð landi sem betur fer enda búin að vera að veltast um í brimgarðinum (kreppuorðalag) síðustu vikur og daga. Ég ætla að að setja bloggferil minn í stopp og hætta að blogga hér og mun alls ekki heldur blogga þar. Ég bara hef einhvern veginn misst áhugann á þessu enda orðið langt á milli færslna og ég finn að ég hef ekki sama eldmóðinn og áður til að skrifa og ef ég skrifa finnst mér það einna helst vera svona merkingarlaust blaður um dittinn og dattinn. Ég hef samt sem áður enn gaman af því að lesa aðra og hef kynnst mörgum afar góðum bloggurum hér inni á þessum vettvangi og meira segja séð aftur fólk sem ég hafði ekki séð í mörg ár og hef haft gaman af að geta fylgst með inn um blogggluggann. Til ykkar vil ég segja, takk fyrir að vera alltaf skemmtileg, koma mér til að hlægja og allt þar á milli með ykkar skrifum. Þið hafið sannarlega létt mér lífið oft og tíðum þegar ég les skrifin ykkar Heart!
En þar sem ég er svo heimsk að trúa á Guð og finnast kirkjan frábær, þá ætla ég að helga mig því að ljúka náminu mínu og starfa áfram í Neskirkju að barna- og æskulýðsmálum. Ég veit að þetta er alls ekki inn í dag enda margir að nýta sér kreppuumræðuna til að sparka í kirkjuna og þjóna hennar en ég hef svo sem aldrei verið inn þannig að á því verður ekki mikil breyting svo sem til batnaðar. Það er svo merkilegt að það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og fullt af fólki sem kemur sjálfviljugt, já það þannig, ótrúlegt en satt, til kirkjunnar og þiggur það sem hún hefur upp á að bjóða, en það er margt fleira í boði en sunnudagsmessur...sem er líka alveg ótrúlegt að margra mati..það er svo margt ótrúlegt í henni veröld og ég mun bara fylgja þeirri sannfæringu sem ég hef og ég ætla að reyna að hætta að taka hluti inn á mig og þær rangfærslur sem vaða uppi án afláts með upphrópunum og köllum. 
Ég þakka samveruna og vona að þið sem hafið lesið hér rausið mitt, eigið eftir að eiga góða tíma og ég vona að þið komist í gegnum það sem fram undan er áfallalaust og ég bið góðan Guð sem ég trúi og treysti að vaka yfir ykkur alltaf og að eilífu!
Sunna Dóra!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þessu mótmæli ég harðlega!!! Slíkur penni eins og þú má ekki hverfa af sjónarsviðinu!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.10.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Linda

Sæll Sunna mín, er ekki gaman að vera heimskur í Kristi, ég held að það gerist bara ekkert betra.  Gangi þér vel, láttu í þér heyra. 

knús

Linda, 28.10.2008 kl. 19:04

3 identicon

Æi, nei, oooooooo.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Vantrú

"Það er svo merkilegt að það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og fullt af fólki sem kemur sjálfviljugt"
Flott mál.  Þið getið þá vonandi haldið ykkar starfi í kirkjunni og frá leik- og grunnskólum.  Þá eru allir sáttir.

Vantrú, 28.10.2008 kl. 20:51

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Flott mál.  Þið getið þá vonandi haldið ykkar starfi í kirkjunni og frá leik- og grunnskólum.  Þá eru allir sáttir.

Allir hverjir??? merkilegt að alhæfa svona án þess að skilgreina hópinn sem býr að baki alhæfingunni! 

Sunna Dóra Möller, 28.10.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk þið hin sem hafið skrifað, það getur vel verið að ég bloggi síðar meir en núna einhvern veginn hef ég ekki tímann til þess, ef ég birtist aftur þá endurvek ég bloggvináttuna og mun vænta jákvæðrar móttöku, að sjálfsögðu , ég mun samt fylgjast með ykkar skrifum úr fjarlægð og jafnvel skilja eftir spor endrum og eins ! Haldið áfram að gera kirkjur og kristni sönn og góð skil eins og ykkar er von og vísa! bestu kveðjur!

Sunna Dóra Möller, 28.10.2008 kl. 21:40

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:45

8 Smámynd: Guðný Bjarna

Sunna mín !

ég sakna þín úr bloggsamfélaginu, en ég finn líka fyrir bloggþreytu. Gangi þér allt í haginn

Guðný Bjarna, 29.10.2008 kl. 00:14

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Birna:

Guðný: Takk sömuleiðis

Sunna Dóra Möller, 29.10.2008 kl. 08:33

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú fer ég að gráta.  Ekki hætta.  En auðvitað virði ég ákvörðun þína.

Mér þykir vænt um þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2008 kl. 12:08

11 identicon

Fáum við ekki fréttir af fjölskyldunni, myndir og svoleiðis?  Það hefur verið skemmtilegt að lesa bloggið þitt

Ég vona að prestar fari áfram í leikskóla og skóla, að það verði ekki látið undan svona litlum og háværum hópi manna.

Sjáumst sem fyrst

Hrafnhildur Ólafsd

Hrafnhildur Ólafsd (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:53

12 identicon

Sem gamall bloggari (fæddur 2002) sem hefur hætt að blogga svona árlega, legg ég til að þú leggir bloggið þitt í salt, en ekki í kistu og mokir yfir. Vera má að þú finnir þér nýja aðkomu að þessari miðlunarleið, og þá bíðum við, bloggvinir þínir eftir þér ...

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:00

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Takk öll....! Það má vel vera að ég geti eins og Carlos segir, setji þetta í salt og byrji aftur með jólalögunum fyrsta des.....það verður einhver jólabrjálaður að setja inn myndir af ljósum og kjólum....!

Mér þykir vænt um ykkur öll og finnst erfiðara að standa við þess ákvörðun þegar ég fæ svona athugasemdir !

Sunna Dóra Möller, 29.10.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband