30.1.2008 | 17:52
Sjálfsskoðun!
Alltaf þegar ég fer í mótþróakast gagnvart lokaritgerðinni minni og hætti að skrifa, þá hætti ég að blogga!!
Skrifa síðan kvartblogg í kjölfarið yfir eigin framtaksleysi !
Ætli það sé einhver fylgni hér á milli !
Spyr sú sem að ekkert veit .
30.1.2008 | 11:40
??
Ég hef bara svo lítið að segja og hræðist tölvuna eins og heitan eldinn og stari á hana fjandsamlegum augun vegna þess að að inn í henni er verkefnið sem að ég á að vera að vinna og er þessa dagana haldin mótþróaöskun gagnvart því, plús að það eru veikindi á heimilinu
.
Bið að heilsa í bili og vona að þetta hlé standi ekki yfir lengi, alla vega ekki þannig að bloggvinir gefist upp á mér og hendi mér út vegna þess að bílíf mí ég les bloggin ykkar þegar ég kemst í það, þó að ég kvitti ekki alltaf, þá er ég á sveimi muhahahahahaha........!
tjussss....!
ég veit ekki alveg hvort að þetta er blogg eða ekki.....get einhvern veginn ekki gert almennilega upp hug minn gangvar því máli!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.1.2008 | 21:56
Til hamingju Ísland....:-)
Með nýja borgarstjórn Reykvíkinga....!
nei djók!
Ég hef nú formlega lokið við að skrifa 46 síður í lokaritgerðinni minni og er því ca. búin með 1/3 ! Er ekki talað um sígandi lukku....
Ég vildi bara tjá þessa gleði opinberlega, svo ég sitji ekki ein að fagninu, það er svo leim eitthvað!
Annars er bóndadagur í dag, bóndinn á þessu heimili fékk bók og geisladisk ásamt nýrri sviðasultu og rófustöppu ! Við unga fólkið borðuðum pizzu enda eiginmaðurinn alinn upp í sveit en ég er stórborgarkona
! Er ekki einhvers staðar sagt að andstæður laðist að hvort öðru
.....en bóndinn er sæll og glaður og á það alveg skilið vegna þess að hann er ljósið í lífinu mínu
!
Góða nótt og sofið rótt !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.1.2008 | 08:50
Guðfræðiblogg - Ekki fyrir viðkvæma!
Það er kominn tími á smá guðfræðiblogg! Ég hef ekki skrifað um þau mál í langan, langan tíma! En nú er sem sagt komin tími til að snúa sér frá hversdagsamstri, uppvaski og skúringum og hverfa inn í heim andans án alls efnis, enda ekki vanþörf þá þegar heimur versnandi fer !
Ég er að lesa yfir og undirbúa til yfirferðar fyrsta kaflann í lokaritgerðinni og fannst tilvalið að setja hér inn smá sem að mér fannst bara ansi gott , annars hefði ég ekki skrifað það sjáið til.....
!
Ég nota sem sagt greiningarmódel Elisabeth Schussler Fiorenzu til að finna atriði í texta sem að eru kúgandi og neikvæðir í garð kvenna. Hluti af því módeli eru þættir sem að hún kallar tvíhyggjuflokkar greiningarinnar. Mér finnst þetta athyglisvert, hljómar svona:
Í þennan flokk falla umræður um kyn, karlmiðlægni og karlveldi. Varðandi kynin þá segir Fiorenza að í vestrænum samfélögum þá séu aðeins tvö kyn og þau eru skilin í versta tilfelli: Á gagnkvæman hátt útilokandi og í besta tilfellinu: Uppfylling á hvort öðru. Einstaklingur er annað hvort karl eða kona en ekki bæði.[1] Þessi ályktun um náttúrulegan kynja/kynferðismun tjáir hversdagslega reynslu og breytir henni í almenna skynsemisþekkingu á þann hátt að munurinn á kynjunum virðist eðlilegur, algengur og guðlega fyrirskipaður. Þessi náttúrulegi skilningur á kynferði þjónar sem fyrirfram gefinn merkingarrammi fyrir konur og menningarlegar stofnanir. Þessi merkingarrammi kynferðisins hylur og blekkir þann raunveruleika að hugmyndin um tvö kyn sé einmitt félags-menningarleg uppfinning. Þessi málvísindalegi og menningarlegi merkingarrammi hylur þá staðreynd að það er ekki svo langt síðan að kynþátta- og þjóðernislegur munur var og er enn álitinn af sumum náttúrleg líffræðileg staðreynd eða fyrirskipaður af Guði.[2]
Fiorenza segir að líkt og með kynferðinu þá marki karlmiðlægnin félagslega ákvörðuð ólíkindi milli kynjanna. Aftur á móti, ólíkt kynferðinu þá ákvarði karlmiðlægnin ekki bara hinn tvískipta mun kynjanna heldur tengist valdatengslum kynjanna. Karlinn er fyrirmyndar persónan sem er miðja karlmiðlægra samfélaga, menningar og trúarbragða. Hugmyndafræði karlmiðlægninnar er svo allsráðandi vegna þess að hún er innrætt í og gegnum málfræðilega uppbyggingu bæði til forna og í nútíma vestrænum tungumálum, eins og hebresku, grísku, latínu eða ensku.[3]
Karlveldið er þriðja atriðið í þessum tvíhyggju flokkum og Fiorenza segir að það merki bókstaflega vald föður yfir börnum sínum eða öðrum meðlimum ættbálks hans eða heimilis.[4] Ef að hugmyndin um feðraveldi er skilgreind á grundvelli karlkyns/kvenkyns kynjatvíhyggju þá verður gjörnýting og fórnalambsgerving á grundvelli kynferðis og kyns, frumkúgunin.[5] Fiorenza segir að skilningurinn á kerfisbundinni kúgun í feðraveldinu sé vandamálabundin af eftirfarandi ástæðum:
- Konur eru skildar sem hjálparlaus fórnarlömb og það algerir vald karla yfir konum. Hér er litið framhjá því að karlmenn hafa ójafnar stöður sjálfir þegar að yfirráðum kemur.[6]
- Aftur á móti eru konur ekki alltaf algjörlega hjálparlausar og valdalausar heldur taka sjálfar þátt í því að hafa vald yfir. [7]
- Tveggja póla greining á feðraveldi gerir ráð fyrir algjörum kynjayfirráðum og kynjamismun, jafnvel þó að kyn/kynferði standi aðeins fyrir eina vídd á flóknu kerfi yfirráða. Kynjagreining sem er ekki um leið einnig, kynþátta, stéttar og heimsvaldstefnu greining nægir ekki. Flókin greining á því hvernig formgerðir yfirráðanna skarast er nauðsynleg.[8]
- Tvípóla tvíhyggju greining á feðraveldinu vanrækir einnig völd kvenna yfir öðrum konum.[9]
[9] Sama, bls. 117.



Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.1.2008 | 22:28
Mig hefur hreinlega skort orð síðustu daga :-(!
Jams, það er nú bara þannig. Þetta málleysi mitt hófst fyrir viku síðan, þá brá ég mér ásamt minni fjölskyldu í Brekkuskóg til að eiga helgarfrí. Fríið hófst með EM í hanbolta og sátum við spennt enda átti allt að gerast. En fyrsta áfallið reið yfir og við steinlágum fyrir Svíum.....! Nú voru góð ráð dýr og ég ákvað á fyrsta degi í bústaðnum að moka frá mér allt vit enda allt á kafi í snjó. Ég endaði eftir þetta snjómoksturskast með þúsund marbletti á fótunum og svo stirð í baki að ég mátti mig varla hræra
!!
En EM hélt áfram.....og við sáum til sólar! Ég ákvað að taka gleði mína á ný ! En allt kom fyrir ekki og leikir dauðans tóku við og ég varð þögulli og þögulli. Við áttum þó frábæra helgi í bústaðnum og komum endurnærð til baka. Með slakt gengi íslenska landsliðsins á bakinu og maður má nú ekki við miklu álagi, enda lítil úthverfasál á ferð sem að lifir frekar formföstu lífi svona daglig dags.....nei það sprakk allt í borginni og maður horfði á leikþátt og vonaðist eftir að vakna upp og allt væri í himnalagi! Ég hreinlega missti málið endanlega og er rétt að byrja að mæla einföld orð af vörum á ný....einfaldar setningar sem að krefjast ekki flókinnar hugsunar
. Ég einhvern vegin get ekki stutt þennan nýja meirihluta....ég studdi ekki þann næst nýjasta.....og veit ekkert alveg hvort að ég studdi almennilega þann fyrsta. Ég bý mig því undir flutninga og auglýsi eftir sveitarfélagi sem að getur hreykt sér af stöðugleika og jafnvægi og vill taka á móti fimm manna fjölskyldu sem að er dagfarsprúð að eðlisfari og getur gripið í ýmis verk
!
Ég segi það heiðarlega að ef að það væri gengið til kosninga í dag, þá gæti ég ekki kosið, sama hversu óábyrgt það er, ég bara veit ekki hverjum er að treysta í þessum farsa og hver myndi fara að vinna heiðarlega að málefnum sem að skipta raunverulega máli í borginni.....ég er alveg skák og mát þegar kemur að pólitík....!
Þetta eru nú svona helstu ástæður þess að ég hef varla getað mælt orð vegna harms og sorgar, allt handbolta og pólitík að kenna.
En svo rofar alltaf til, alla vega í boltanum og við urðum vitni að upprisu í kvöld ! Það kemur alltaf betri tíð með blóm í haga og ég vona að nú sé sú tíð að hefjast....svona íþróttalega talað....um pólitíkina vil ég ekkert segja enda vantrúin á þau mál meiri en orð fá lýst!
Það er nú þannig á þessum síðustu og verstu en ég ætla svona í lokin að setja inn myndir frá helginni sem var frábær í einu orði sagt.....fyrir utan bakverki og EM í handbolta!
Góða nótt !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2008 | 09:46
Vangaveltur!
Nú ætla ég að fara þvert á mína stefnu og blogga um hlut sem að ég hef ekki hundsvit á! Jams það kemur að því að maður fer út fyrir öryggiskúluna og segir einhverja vitleysu !
Ég er lítið pólitísk manneskja, en ég hef jú skoðanir á ýmsu og velti þessu stundum fyrir mér! Þannig er mál með vexti að ég var að lesa Moggann í morgun og sá umfjöllun um þessi húsafriðunarmál á opnunni. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þessa máls enda tel ég mig alla vega ekki hafa forsendur til þess (einhvers staðar liggja takmörkin alveg ljós ), svo hef ég ekki sett mig inn í þetta mál.
En ég varð hugsi þegar ég las þetta yfir, og ég viðurkenni að ég skil ekki hvernig hægt er að vera fjórir flokkar saman í borgarstjórn og stýra borginni án þess að vera með einhvern málefnasamning eða framtíðarstefnu. Burtséð frá þessu friðunarmáli þá veit ég sem Reykvíkingur ekkert hvað þessir flokkar ætla að gera og að hverju þeir stefna. Svo virðist sem að ákvarðanir séu bara teknar svona as we go along.......og mér er fyrirmunað að skilja hvernig það er hægt !
Kannski er ég bara svona úti að aka í pólitík.....en ég hefði gjarnan vilja sjá eitthvað frá þessum flokkum sem eru við stjórn í hverju stefna þeirra og aðgerðaáætlun er fólgin! Þegar svona margir flokkar koma saman þá hljóta þeir að verða að gera einhvers konar málefnasamning til að vita alla vega svona grunnlínurnar í samstarfinu svo að fólk bara vaði ekki áfram þvert á vilja samstarfsflokkana?? Hér spyr sú sem ekki veit ????
Jams, svona er lífið hjá úthverfahúsmóðurinni á þessum miðvikudagsmorgni sem er annars bara nokkuð góður og ég bara kát (ekki farin að lesa....en það kemur...you´ll see )
Ha´det!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.1.2008 | 21:51
Smá kvartblogg!
Ég hef yfirleitt alveg nóg að gera, ég er heppin að vera í vinnu sem að gefur mér hellings reynslu, ég er að reyna nýja hluti á hverjum degi og um leið tekst ég á við sjálfa mig sem þjáist af óframfærni og feimni sem að þó fer minnkandi með árunum. Jams sum epli eru seinni að þroskast en önnur og ég er frekar sein í þessum efnum !
Ok..nú er ég búin að tala um það jákvæða...þá kemur kvartið (þrátt fyrir óendanlegt þakklæti fyrir hvað ég er heppin (alltaf gott að slá svona varnagla þegar mar kvartar ))! Ég hef verið á hlaupum í allan dag, frá því fyrir hádegi og kom ekki endanlega heim fyrr en hálf sjö. Ég á tvo heila daga í viku sem að ég á að nýta í ritgerðina mína. En einhverra hluta vegna þá skerðast þessir dagar alltaf, því ég er alltaf á hlaupum. Ég finn að ég er að verða pínu stressuð yfir þessu, vegna þess að ég verð að fara að skrifa og einbeita mér að þessu verkefni, því annars útskrifast ég aldrei og það er ekki smart
. Öll þessi hlaup eru nauðsynleg, eða alla vega flest og tengjast vinnunni, börnunum mínum ofl. Ég er ekki að telja það eftir mér, annars væri ég ekki að standa í þessu en núna er ég með smá kvíðahnút í maganum og finn að ég verð að fara að snúa mér að ritgerðinni með heilum hug og engu hálfkáki!
Þannig að í augnablikinu er það sem ég þrái nokkrir óskiptir heilir dagar til að koma mér aftur af stað, þá veit ég að ég verð rólegri! Mig langar að fara að vinna að þessu og klára. Ég er komin með þessa bestaðfaraaðkláratilfinningu og ég verð eiginlega pirruð þegar að ég kemst ekki af stað.
En svona er lífið, nú er að forgangsraða og búa sér til tíma, það gerir það enginn fyrir mig !
Ég varð aðeins að kvarta hahahaha.....það er bara hressandi!
Stefni á að skrifa ofur jákvæða og glaða færslu næst....eða þar næst....alla vega einhvern tímann !
Annars er ég bara góð.....í sömu of stóru bláu flíspeysunni og í gær !
tjussss
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.1.2008 | 21:54
Afrek!
Ég tók fram skólabók í morgun, nánar klukkan 10.20 að staðartíma. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég lít þessar bækur augum í heilan mánuð og ég las nákvæmlega í 25 mínútur eða til 10.50 þegar hungrið bar mig ofurliði og ég skrönglaðist inni í eldhús til að fá mér flatköku. Eftir það var kominn tími á sturtu og vinnu þannig að ekki vannst meiri tími til að lesa, en það var lesið
! Það er afrek dagsins í dag og ég mátti til með að deila því með ykkur!
Annars er ég nokkuð góð, er grasekkja. Bolli fór reyndar ekki til Kenýja í morgun eins og ætlað var, þar er víst ekki gott að vera þessa dagana og ég er afar fegin. Hann lagði hins vegar á fjallið í morgun (Hellisheiðina) og keyrði sem leið lá í Skálholt (Mattan mín sem er fimm ára, kallaði það Kattholt áðan. Sagði að pabbi sinn væri í Kattholti ). Bolli er sem sagt á endurmenntunar námskeiði presta og þangað er kominn úglendingur að nafni Gordin Lathrop til að fræða menn og konur um predikunarfræði. Bolli verður þarna fram á föstudag!
Þannig að hér sit ég, í blárri allt of stórri flíspeysu með alla glugga lokaða og að kafna úr hita og er virkilega að hugsa um að fara bara að lesa.....eða sofa....eða lesa blogg...sé til. Það er alla vega tómlegt þegar vantar hinn helminginn !
Læt þetta duga af fréttum hér af kærleiksheimilunu og bíð lesendum til sjávar og sveita góða nótt !
13.1.2008 | 15:57
Laugardagur: Þriðji í afmæli!
Sigrún Hrönn Bolladóttir miðjan okkar, átti afmæli 2. janúar síðastliðinn eins og komið hefur fram áður hér á blogginu. Hún fékk að halda lítið fjölskylduboð, síðan fékk hún að bjóða bekkjarvinkonum heim og í dag var frænkuafmæli, en þá bauð hún uppáhaldsfrænku sinni að koma í smá eftirá afmæli.
Við fjölskyldan glöddumst mikið yfir smá snjóföl þegar við vöknuðum og við ákváðum að drífa afmælisgestinn og börnin okkar upp í Bláfjöll og reyna sleðana sem að stelpurnar fengu í jólagjöf. Við dúðuðum okkur upp og héldum af stað og þetta var satt að segja alveg ægilega gaman. Ég meira segja renndi mér sjálf á snjóþotu. hef ekki gert það í mörg ár.....og ég er enn á lífi !
Hér eru nokkrar myndir af okkur í snjónum :
Hér er annars ósköp hefðbundinn sunnudagur í gangi. Sunnudagaskólinn hófst í morgun og við fengum fulla Bessastaðakirkju og það var góð stund sem við áttum í morgun. Bolli hefur líka verið að vinna í dag, sunnudagaskóli, messa og skírn. Þannig eins og ég segi að nú er einhvern veginn allt komið í samt horf eftir jólin, búið að taka smá tíma að komast í þann gír en hann er alveg ágætur, hversdagsgírinn . Framundan vinnuvika og fríhelgi næstu helgi, þannig alltaf nóg að hlakka til er það ekki
!Eigiði gott kvöld og góða viku
!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2008 | 21:26
The Secret of my success!
Ég er búin að fattaða...ó já! Núna veit ég hvernig ég kemst í heita pottinn hér á blogginu, jams...tók mig tæpt ár en það hafðist! Einfaldir hlutir geta vafist fyrir miklum hugsuðum...
!
Sko....hlustið nú vel, svona á að gera:
Annað hvort að blogga um kynhegðun karlmanna í Rómarveldi, færsla sem að skilaði 125 ath.semdum og fór í heita pottinn (persónulegt met )
Eða að blogga gremjulegt dylgjublogg!
Jams....ðats ðatt! Ég hef þó ekki reynt alveg allt ennþá, á eftir að blogga karlhaturslegt feminstablogg....það kemur !
Þá hef ég deilt þessum leyndardómi með ykkur, það er ekki annað hægt vegna þess að öll ölum við þann draum í brjósti að komast alla vega tvisvar á ári í heita pottinn....ekki reyna að segja að svo sé ekki, ég mun ekki trúa því!! Við erum jú mannleg og viljum athygli, annars værum við ekki að blogga........hrmpf!
Nóg í bili...netið mitt er svo hægt núna að það mæti halda að það væri handsnúið...
Góða nótt og góða helgi!
Þettaeralvörublogg!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar