Færsluflokkur: Bloggar

Samtök rauðhærðra kvenna...

Þetta blasti við mér í fréttablaðinu í morgun. Ég er þá loksins komin í minnihluta hóp. Ég hef þó líklegast tilheyrt honum frá fæðingu án þess þó að gera mér grein fyrir að ég tilheyrði hóp sem væri víkjandi og þyrfti að vernda. Ég vissi heldur ekki að rauðhærðar konur væru betra en annað fólk og finnst mér þetta alveg stórmerkileg uppgötvun.

Svo er víst komin vefverslun fyrir rauðhærða, ég hélt nú reyndar að við sem höfum þann kross að bera að vera með þennan háralit gætum verslað á almennum markaði en ég er fegin að einhver finnur það hjá sér að sinna þessum undirmálshópi.

Ég vissi heldur ekki að margir væru þeirrar skoðunar að rauðhærðir væru öðru vísi en annað fólk. Mér finnst eins og ég hafi verið skilin út undan í umræðu sem að snertir mig persónulega. Ég get ekki sagt annað en að ég sé afar sár yfir þessum fréttum....þetta kannski útskýrir hikstann sem að ég er alltaf með. Fólk er greinilega alltaf að tala illa um mig af því að ég er rauðhærð.

Ég er fegin að fólk tekur það upp hjá sér að stofna samtök utan um minnihluta hóp sem þennan! Ég segi bara TAKK!!


*dæs*

Mér finnst alltaf eins og ég sé aldrei á réttum stað þegar hitabylgjur ganga yfir landið eða þegar hitamet eru slegin einhvers staðar á landinu!

Veit ekki hvað veldur þessari dæmalaus óheppni!! Crying


mbl.is Hitinn í 23°C í Ásbyrgi samkvæmt sjálfvirkum mæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfur kvenna!!

Ég er að undirbúa vinnu að rannsóknarritgerð minni við Guðfræðideildina. Þetta er 10 eininga ritgerð sem er unnin á sviði Nt-fræða. En aðaláherslan hjá mér eru Maríurnar í Jóhannesarguðspjalli, sérstaklega í kafla 2 og 20. Þar munu að meðal koma fyrir ólíkar sköpunarmýtur ásamt fleiru skemmtilegu Cool.

Ég ákvað af því tilefni að setja hér inn smá efni sem ég mun nota sem forsendu í ritgerðinni. En þetta er afar áhugavert efni og hugsanlega um mjög forna hefð sem tengist áhrifamikilli konu í frumkristinni hefð!!

María Magdalena hefur líklega verið postuli innan frumkirkjunnar, hlutverk sem féll henni í skaut á páskadagsmorgun þegar Jesús kallaði hana með nafni og hún þekkti rödd hans. Þannig er hún hluti af hans eigin lærisveinum og postulum og fékk það hlutverk að breiða út boðskapinn um veru viskunnar á jörðinni. Henni er tileinkað guðspjall, Maríuguðspjall. Þar er henni lýst sem lærisveini frelsarans, sem hlusta ber á. Maríuguðspjall er vitnisburður um frumkristið sjónarhorn, sem a.m.k. leit á Maríu Magdalenu standandi jafnfætis bræðrum sínum og systrum í þeim skilningi að þau höfðu öll verið gerð að sönnum manneskjum og öll voru búin undir að boða guðspjallið um ríki mannsonarins. Samkvæmt Maríuguðspjalli er viðbótarþekking Maríu Magdalenu nauðsynleg til að uppfylla það hlutverk. Þess vegna hafnar guðspjallið öllum þeim sem hafna því, sem hún kenndi einfaldlega vegna þess að hún var kona.

            Er það hugsanlegt að hér liggi ævaforn hefð kvenpostula, sem varð móðir nýrrar kynslóðar, sem getur í dag líkt og í garðinum forðum, veitt dætrum Evu uppreisn æru innan kirkjunnar og víðar. Á vettvangi hinnar stóru kirkju í dag gera konur út um allan heim kröfu til þess að fá að gegna prestembætti til jafns við karlmenn. Rök um að það, að vegna þess að Jesús gerðist karlmaður, geti konur ekki verið prestar, eru ekki lengur tekin gild. Í þessari baráttu eru þær heimildir sem við eigum um allan þann fjölbreytileika sem ríkti innan frumkirkjunnar ómetanlegar. Mitt í þessum fjölbreytileika hljómar rödd konu, sem segir við okkur í ljóma upprisusólarinnar: “Ég hef séð Drottinn (Jh. 20.18).”

Þessi frelsandi opinberun kemur til okkar eins og hún gerði í garðinum forðum gegnum orð konu, sem var María Magdalena, hin nýja Eva.

Sunna
(þetta er hluti af erindi sem að ég flutti á Hugvísindaþingi í Háskólanum í nóvember 2006. Erindið bar yfirskriftina: Viskan hlýtur uppreisn æru: María María Magdalena og hin nýja Eva.)

Kirkjan að slá í gegn...

Ég get ekki sagt að annað en að kirkjan svona almennt og yfirleitt sé hreint út sagt að slá í gegn í fjölmiðlum......það rekur hver fréttin fætur aðra af góðum og jákvæðum fréttum af hinni kristnu kirkju í heiminum í dag!! Það hreinlega flæðir út  vatn á myllu andstæðinga kirkjunnar í stríðum straumum og virðist engan endi ætla að taka! Crying

Þetta tók kaþólsku kirkjuna áratugi að skoða.......hvað ætli margir hafi verið í fullri vinnu við þær rannsóknir! Hefði kannski ekki verið betra að eyða þeim peningum sem fóru í að borga fyrir þessar "rannsóknir" í að leggja frekar til fé til þeirra ríkja sem eru með hvað mestan ungbarnadauða í heiminum.. Til þá að styrkja ungbarnaeftirlit og þjónustu við verðandi mæður. Það hefði kannski bjargða fleiri lífum en þessi "niðurstaða" kenningarnefndar Páfagarðs......

Stundum er svo stórt spurt!!


mbl.is Óskírð börn ekki lengur í forgarði vítis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvitnanir!

Ég las í vetur bók eftir bandarískan siðfræðing, Marvin M. Ellison sem heitir "Same Sex Marriage". Ellison er einnig prestur í Presbyterian kirkjunni í USA ásamt því að vera samkynhneigður. Þessi bók er alveg frábær og opnar augu lesandans fyrir mörgu. Ég er ný búin að fá aðra bók eftir hann sem ég hlakka til að lesa að loknum verkefnum vorsins í skólanum.

Ég læt hér fylgja á eftir uppáhaldstilvitnanir mínar úr bókinni, úr mörgu var að velja en þetta toppar:

"Marriage ceremonies do not create marriages but bear witness to an already existing marriage. Hence, to allow ceremonies for heterosexual couples but prohibit them for gay and lesbian couple is unjust: it constitutes discrimination. Treating two classes of people differently is discriminatory, and such exclusionary laws degrade the human person because they create, ipso facto, a second class citizenship for gay and lesbian people in the church"

"Could it be, as the Christian Rights fears, that once the erotic genie is left put of the bottle, nothing would effectively stand in the way of rampant hedonism, sexual persmissiveness, and total moral chaos: Are gay people really that powerful to threaten the breakdown of the marital family and civilization itself?"

"Guardions of sexual status quo fear that this queer passion for justice-love may catch on and corrupt others, espescially the youth. After all, self-respecting and erotically empowered people are often willing to take risks for love and make a difference. They tend also to refuse to settle for less than what they and all other people deserve: a fabulously inclusive world (and church) that welcomes friends, lovers, strangers and seeks to turn this precious globe into a nurturing home for all. Be forewarned therefore: when people come to love justice this deeply, this passionately, they become justifiably and dangerously queer, no matter wether they are LGBT or not and most definitely, wether they are married or not"

Læt þetta vera nóg af Ellison í bili. En mig langar til að lýsa ánægju minni með viðtalið annars vegar við sr. Óskar á Akureyri sem var á stöð 2 í kvöldfréttum og svo viðtalið við prófessor Pétur Pétursson á RÚV. Það birti til við að hlusta á þá tala og sýnir að þessu máli er ekki lokið. 

nóg í bili

sunna


Sorglegt!

Ég verð að viðurkenna að þessi niðurstaða er það sem ég bjóst við, þó að vonin hafi verið um annað. Mér þykir þetta miður og ég óttast að þjóðkirkjan muni gjalda þessarar niðurstöðu, sérstaklega ef að prestar muni ganga svo langt að hafna málamiðluninni einnig! Ég vona svo innilega að svo verði ekki.

Annað sem mér þykir miður er þegar menn fagna þessari niðurstöðu með húrrahrópi, sérstaklega þegar ópið kemur úr kaþólskum fílabeinsturni!

Það er svo sem bara mín skoðun en mér er ekki skemmt!!

 


mbl.is Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um hjónabandið!

Mig langaði af þessu tilefni að birta skrif um hjónabandið sem að ég sett á blað fyrr í vetur:

Það vill bregða við að þegar rætt er um málefni hjónabandsins að upp komi sá skilningur í samræðum og skrifum að menn telji að í hjónabandinu liggi fólgið hjálpræði.  Það er alveg ljóst að við verðum að átta okkur á því að skv. lúterskum skilningi er hjónabandið ekki hlut af hjálpræðisverkinu. Ég benti á tilvitnun Lúters úr Babýlónsku herleiðingunni þar sem hann talar um að umfjöllunin um hjónabandið innan Biblíunnar hafi ekki í sér fólgið það tákn sem er merking þess að um guðlega stofnun sé að ræða. Við þurfum að horfast í augu við það að innan kaþólskrar hefðar er hjónabandið sakramenti. Við yfirgáfum þann skilning fyrir um 500 árum síðan. Það er nú bara þannig. Þannig að allt tal um hjónabandið sem hluta af hjálpræðisverkinu verður að eiga sér stað innan annarrar hefðar og annars samhengis.  

Annað atriði sem mig langar líka til að taka upp varðandi hjónabandið er það að innan gagnkynhneigðra hjónabanda þrífast hlutir sem sjaldan eða aldrei er rætt um. Við getum t.d talað um þær syndir sem fyrirfinnast innan hjónabandsins en ekki utan þess. Það væri kannksi merkileg umræða!! Marie M. Fortune talar um þessar syndir í bók sinni Sexual Violence. Hún talar þar um aðgreiningu sem fundist hafa í leiðbeiningarritum varðandi kristið siðferði frá 15. öldinni fram á 19. öldina. Það er talað um syndir sem eru í samræmi við eðlið og þær sem eru andstæðar eðlinu. Forsendan fyrir hinum eðlilegu kynferðislegu syndum er sú að þær hafi æxlunarmöguleika. Það er að barn getur orðið til. Þess vegna er hórdómur; framhjáhald; sifjaspjell; nauðgun og brottnám allt álitið eðlilegar kynferðislegar syndir. Þrátt fyrir að þær eru syndir þá eru þær samt minna syndugar heldur en hinar, sem eru gegn því sem eðlilegt er. Í þann flokk falla sjálfsfróun; Saurlifnaður; samkynhneigð og dýrslegar hvatir. Ekkert af þessum syndum hefur möguleika á æxlun. Þess vegna eru þetta óeðlilegar syndir og voru litnar alvarlegum augum. Þetta syndastigveldi notar æxlunarhyggjuna sem forsendu til að dæma alvarleika synda. Þess vegna er til dæmis talað um að samkynhneigð sé í sama flokki og kynferðislegt ofbeldi. Innan þessar ramma eru sifjaspjell; naugðun og brottnám álitið syndugt ekki vegna þess að brotið er á líkamsrétti einstaklingsins heldur vegna þess að verið er að tala um verknaði sem eiga sér stað utan hjónabands. Þetta er minna syndugt samt heldur en verknaður sem í sjálfu sér hefur ekkert fórnarlamb. Til dæmis þá samkynhneigð og dýrslegt eðli. Af þessu leiðir að ekki er hægt að nota æxlunarhyggjuna sem forsendu fyrir siðfræði kynlífs og hjónabandsins, það hlýtur að liggja beint við. Með því erum við að réttlæta alvarlegustu brotin á líkamsrétti einstaklinga, sem eru oftar en ekki viðkvæmari fyrir þessum brotum eins og konur og börn. Það er kannski ekki skrýtið að við sjáum í dómaframkvæmd lágmarksrefsingar fyrir kynferðisbrot vegna þess að enn  þann dag í dag eimir eftir að þessari feðraveldishugsun þegar kemur að líkamsrétti kvenna og barna. 

Ef litið er á hjónabandið sjálft þá er það heldur engin trygging fyrir því að líkamsréttur sé virtur. Hjónabandsnauðganir eru algengar; heimilisofbeldi, bæði andlegt og líkamlegt. Kona er t.d. aldrei í jafnmikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi af hálfu mannsins síns en þegar hún er ófrísk. Margt annað á sér stað innan hjónabandsins sem getur varla verið eðlilegt eða fjölskyldunni til góðs. Nú í dag stunda hjón t.d. makaskipti; kynlíf með fleirum en einum; eru í opnum hjónaböndum og ég veit ekki hvað og hvað. Getur þetta verið samfélaginu og hjónabandinu sem stofnun í samfélaginu til góðs. Er þetta hin dýrmæta stofnun sem við verndum af svo miklum krafti að við horfumst ekki í augu við þær brotalamir sem eru á hjónabandinu nú þegar.  

Ef að samkynhneigð er svo mikil synd að ekki má veita þeim rétt til að eigast hvað þá um allar þær syndir sem konur eru beittar með þögulu samþykki samfélagsins; hvað með öll börnin sem eru beitt ofbeldi í skjóli friðhelgi heimilsins. Hvað um öll þau brotnu hjónabönd sem ganga ekki upp vegna þess að fólk stendur ekki undir þeim kröfum sem það gerir um hið fullkomna líf og um leið gerir maka sinn ábyrgan fyrir því lífi einnig.  

Álit fólks á samkynhneigðum hefur oftar en ekki verið það að þeim er einmitt  líkt við kynferðisbrotamenn eins og t.d. Fortune talar um. Ellison segir að fyrir 20 árum síðan var andstaða við ást milli fólks af sama kyni vegna þess að talið var að samkynhneigðir gætu ekki átt í langtímasambandi og sinnt börnum. Nú í dag er ráðist á samkynhneigða vegna þess að þeir eru í langtímasamböndum og eru að ala upp börn. Í fortíðinni var veist að samkynhneigðum vegna þess að þeir voru álitnir sjálfselskir; lauslátir og óáreiðanlegir. Ellison segir jafnframt að menn tali um í dag að það megi vígja samkynhneigða sem presta en þegar talað eru um hjónbaband þá verður allt vitlaust.  

Ellison segir einnig að í menningu þar sem fólk er í auknum mæli að velja það að gifta sig ekki er það kaldhæðið að við eyðum svo mikilli orku í að koma í veg fyrir að fólk gifti sig. Hann segir einmitt að með því að leyfa hjónaband samkynhneigðra gæti það aukið á stöðugleikann í samfélaginu. Hann segir að staðreyndin er sú, að samkynhneigðir eru til, þeir eru að fullu mennskir, þeir elska og skapa fjölskyldur og sambönd sem hafa gildi. Spurningin er sú hvernig getur kirkjan og samfélagið náð utan um þessar félagslegu aðstæður þannig að samkynhneigð sambönd og fjölskyldur þeirra geti þrifist?? 

Þetta er 1.000.000 dollara spurningin og í henni felst einnig spurningin um trúverðugleika samfélagsins og kirkjunnar. Við erum fljót að veifa mannréttindasáttmálum þegar svo hentar, en gleymum þeim svo þegar óþægileg mál koma upp sem við erum “ekki  tilbúin” til að takast á við. Við erum það lítið tilbúin að meira segja æðsta löggjafarstofnun landsins, Alþingi, samþykkti að bíða eftir að kirkjan væri tilbúin þegar tillaga kom upp um að leyfa með lögum hjónaband samkynhneigðra. Hversu eðlilegt er það í lýðræðissamfélagi að mannréttindi þjóðfélagshópa séu virt að vettugi hjá löggjafanum og þeirri stofnum sem ætti að vera mest annt um að jöfn réttindi allra séu hið æðsta gildi! 

Það er stórt spurt..

Sunna

 

 

 


Að taka afstöðu!!

Ég er sammála þessu sem kemur fram í ályktun 40-menninganna fyrir prestastefnu sem að stendur yfir á Húsavík:

"Hjónaband samkynhneigðra varpar ekki á nokkurn hátt skugga á fagnaðarerindi Jesú Krists og náðarmeðul hans. Þvert á móti væri það í anda boðskapar Krists og myndi stuðla að því að styrkja hjónabandið í ólgusjó þjóðfélagsbreytinga. Útilokun samkynhneigðra frá hjónabandinu mun hins vegar minnka trúverðugleika þjóðkirkjunnar og veikja tilkall hennar til slíks heitis"

Leiðari Morgunblaðsins í morgun fjallar um þetta málefni og ég tek undir með lokaorðum hans þar sem kirkjan er hvött til að hætta hálfkákinu og taka hreina afstöðu í þessu efni!

Sunna


Dapurlegt!

Ég get ekki annað sagt að þeir sem tala svona úr bómullarhýði Vatíkansins eru ekki í miklum tengslum við kirkjuna sem er jú fólkið sem henni tilheyrir. Það er engin kirkja án lifandi steina!! Ég vísa bara í fyrri færslu þar sem ég ræddi um ályktun sem liggur fyrir prestastefnu á Húsavík þar sem lagt er til að samkynhneigðir fái húskaparréttindi.

Ég vona sannarlega að íslenska kirkjan hafi meiri kjark en þessir menn sem tala svona.

Um fóstureyðingarnar held ég einnig að menn ættu að tala varlega og ég held að engin kona sem hefur reynt slíkt verði söm eftir. Karlmenn sem hafna samlífi við konur ættu að líta sér nær þegar rætt er um reynsluheim kvenna sem er oftar en ekki þjáningarfyllri en þessir menn geta gert sér í hugarlund. Ofbeldi, nauðganir, sifjaspjell ofl, ofl lita líf margra kvenna í heiminum í dag. Ofbeldi sem að oft leiðir til ótímabærrar þungunar bara svo að dæmi sé tekið. Ég held að "persónugert hryðjuverk" og "framfarir í mannlífinu" séu ekki réttu orðin til að lýsa þessum athöfnum sem valda frekar þjáningum í sálum kvenna heldur en að þær hugsi með gleði til tækninnar og framfara vísindanna!

Dapurlegt er það eina sem ég get sagt um svona málflutning!!

 


mbl.is Vatíkanið segir fóstureyðingar vera hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki þjóðkirkjunnar!

Ég hef fylgst með þessu máli lengi og man þá tíð þegar ég var í guðfræðideildinni vorið 1999 þar sem haldinn var fundur á vegum félags guðfræðinema þar sem biskupi var afhentur undirskriftarlisti með um 80% undirskrifta guðfræðinema sem að skoruðu á biskup að rétta hag samkynhneigðra varðandi hjúskap þeirra á kirkjulegum vettvangi.

Nú í dag 8 árum síðar er að hefjast prestastefna þar sem að þetta mál er loks tekið formlega fyrir til atkvæðagreiðslu. Ég tel tillögu kenningarnefndarinnar svo sem ekki bæta neinu við það sem að þegar er gert í dag. Jú það kemur fram að þetta sambúðarform er ekki fordæmt í Biblíunni en margir prestar hafa nú þegar verið að blessa samvist samkynhneigðra í langan tíma þannig að niðurstaða kenningarnefndarinnar breytir í engu núverandi ástandi.

Ég hef mikið verið að lesa og kynna mér þessi mál og hef skrifað um þau á öðrum vettvangi. Ég tel að hiklaust eigi að ganga alla leið og veita samkynhneigðum lagalegan rétt til að ganga í hjónaband. Hjónabandið er löggjörningur sem veitir fólki réttindi og skyldur. Á þann hátt er það veraldleg stofnun. Frá kirkjunnar hendi er hjónabandið einungis blessun yfir sambúð fólks (benedictio) og ekki eiginleg vígsla sem að í er fólgið hjálpræðisgildi. Þetta segir Lúter sjálfur í Babýlónsku herleiðingunni að í hjónabandinu sé ekki fólgið guðlegt tákn og hafi því ekki eiginlegt sakramental gildi. Ef að hjónabandið er skv. lúterskum kirkjuskilningi  einungis blessun er þá kirkjunni stætt á að hafna þessari ályktun 40-menninganna. Getum við sem kirkja krafist þess að hópi fólks sé neitað um ákveðin lagaleg réttindi sem að hjónabandið sem veraldlegur gjörningur felur í sér. Getum við að sama skapi neitað fólki um blessun Guðs. Ég tel það algjört grundvallar mál að lögunum verði breytt á Alþingi og að samkynhneigðum verði leyft að ganga í hjónaband, síðan verður að reyna á það að hvort að íslenska kirkjan sé "þjóðkirkja" í þeim skilningi að hún rúmi alla.

Það er svo merkilegt að þegar að sagan er skoðuð að þá eru alltaf einhverjir hópar sem eru útilokaðir frá því að ganga í hjónaband. Í bandaríkjunum t.d. mátti fólk ekki gifta sig milli kynþátta (interracial Marriage) fram 70. áratug síðustu aldar. Lengi vel máttu fangar ekki gifta sig þar í landi einnig. Hér á landi máttu t.d fátæklingar ekki gifta sig lengi vel og þurfti fólk að vera ákveðið vel stætt til að mega gifta sig. Hjónabandið hefur því alltaf á ákveðinn hátt verið stofnum forréttindahópa og það notað þannig og þar með útlokað minnihlutahópa á hverjum tíma. Nú í dag samkynhneigða.

Ég vona svo sannarlega að kirkjunni lánist á þessari prestastefnu að taka virka og afgerandi afstöðu með þessari ályktun. En ég held þó svona innst inni að hún geri það ekki og ef sú niðurstaða fellur að kirkjan hafni ályktuninni, þá tel ég það vega að trúverðugleika þjókirkjunnar. Það er nú bara þannig!

Ég veit að skoðun mín er ekki í takt við marga sem að telja þessa skoðun á frjálslyndari kantinum guðfræðilega séð. Ég tel skoðun mína á þessu málefni í anda kristinnar hugsunar og þarf ekki að fara lengra en í guðspjöllin til að finna og sjá hvernig Kristur starfaði. Hvernig hann mætti þeim sem að samfélagið vildi ekki vita af og hafði hafnað. Þetta voru konur, holdsveikir, útlendingar, börn. Allt fólk sem að samfélagið taldi til minnihlutahópa. Fólk sem að átti engin félagsleg og lagaleg réttindi gagnvart ríkinu. Jesús samþykkti þetta fólk sem fullgildar manneskjur í samfélaginu og gaf þeim um leið þau réttindi sem við köllum í dag mannréttindi. Kirkjunni ber að gera hið sama, annars er hún ekki sönn! Kirkjan okkar hefur nú þegar tekið skref sem að margar kirkjur enn þann dag í dag hafna en það er að vígja konur til prestsþjónustu. Það var stórt skref sem enginn í dag efast um að hafi verið rétt (alla vega hér á landi vona ég), en margar aðrar kirkjudeildir hafna að taka. Þetta krafðist kjarks hjá kirkjunni svo sannarlega, en stundum borgar sig að vera kjarkmikil kirkja!

"Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"


mbl.is Vilja heimila hjónavígslu samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband