Færsluflokkur: Bloggar
10.5.2007 | 22:25
Usssss....
Þetta er allt eitt stórt samsæri!!!
![]() |
Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2007 | 20:44
Þetta var bara flott en....
Hvað var málið með pólsku söngkonuna sem byrjaði atriðið sitt í búri á sviðinu??? Sorrí, ég reyni að vera svona hógvær femínisti svona almennt og yfirleitt .........en þegar ég sé svona atriði þar sem að búr, stólar og netasokkarbuxur falla í hlut kvenna en karlmenn eru í fullum klæðum þá er mér allri lokið og róttæki femínistinn tekur völdin. Svona atriði er alveg ömurlegt og mér fannst búrið alveg síðasta sort!! Mér var ekki skemmt
!
En Eiki var flottastur og ég er ekki hlutdræg!
kl.21.43: *grenj*........Engin Norður-Evrópuþjóð fór áfram.....kannski kominn tími á að endurskoða reglurnar??? Ég nenni ekki að verða svona svekkt á hverju ári . Jæja, ég get þá bara horft róleg á kosningasjónvarpið á laugardaginn, vona að ég fari ekki að grenja líka þá! *snökt*!!
![]() |
Eiríki og félögum tókst vel upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.5.2007 | 18:36
Ég viðurkenni að......
Ég hlakka alveg ótrúlega til að horfa á Júróvisjón eftir smá stund!! Ég ætlaði ekkert að blogga um þessa keppni en nú stenst ég ekki mátið!
Áfram Eiríkur......
Þó að ég muni bera mig vel, þá veit ég að fer í feita og stóra fýlu ef að Eiríkur verður ekki kosinn í aðalkeppnina. Ég mun þó bera minn harm í hljóði!!
Með júró-kveðju!
Sunna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 13:24
Þreytandi kannanir!
Voðalega leiðast mér þessar endalausu kannanir! Mér finnst þetta eiginlega vera of mikið af því góða að birta svona kannanir á hverjum degi!
En nú hef ég ekki lært stjórnmálafræði eða aðferðafræði þegar kemur að svona könnunum......ekki mikið um það í Guðfræðinni , en hversu marktækar eru svona rosalegar fylgissveiflur frá degi til dags???. Ég heiðarlega skil þetta ekki og spyr hvort að fylgi sé í raun og veru að sveiflast svona til á síðustu metrunum og þá um leið séu sveiflurnar marktækar eða er eitthvert ójafnvægi undirliggjandi sem að könnunin sjálf myndar.......þá m.t.t þess hóps sem er spurður hverju sinni ofl.
Til að súmmera þetta upp: Er mark takandi á svona könnunum sem sýna þessar fylgissveiflur frá degi til dags! Vonandi getur einhver mér fróðari um þessi mál upplýst mig!
Með kveðju!
![]() |
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.5.2007 | 14:30
Hissa!!
Ég tók þetta kosningapróf sem á á vef Bifrastar og ég er nú aldeilis yfir mig hissa en niðurstaðan er þessi:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 37.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 62.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 6.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 34%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2007 | 22:17
Merkilegt!
Þetta finnst mér afar merkilegt ef að satt reynist!
Mikið langar mig annars mikið að komast til Jerúsalem og skoða svona uppgrefti. Það vildi ég óska að ástandið fyrir botni Miðjarðahafs væri öruggara til að hægt væri að ferðast með hóp til hinnar helgu borgar. Ég held að það sé draumur allra sem að leggja stund á Guðfræðina að komast til þessa svæðis. Bara að sjá svona uppgröft og allar þessar menjar væri náttúrulega ólýsanlegt!
Ég er kannski bara svona ferðahrædd, það má vel vera að það sé allt í lagi að fara til Jerúsalemborgar, kannski les maður stundum aðeins of mikið í fréttirnar daglega af þessum svæðum.
Við sem vorum í stjórn félags guðfræðinema í fyrra skipulögðum ferð til Rómar sem að var farin fyrir ári síðan. Alveg ógleymanleg ferð. Nú þurfum við að skipuleggja að nýju ferð til Jerúsalem..........hvenær sem að hún verður svo farin . Alla vega langar mig óendanlega til að fara slíka ferð og svona forleifafundur spillir ekki fyrir! Það kostar alla vega ekkert að láta sig dreyma og skipuleggja í huganum......
![]() |
Gröf Heródesar fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.5.2007 | 09:49
Mánudagsmorgun!
Við Mattan mín sitjum hér saman tvær heima. Það er frí í leikskólanum í dag og hún er bara hin ánægðasta hér. Öskubuska er ný búin að stytta stundirnar og ég reyndi á meðan að skrifa smá í ritgerð. Eitthvað gengur það nú treglega svona í morgunsárið.....enda umfjöllunuarefnið "upprisan í frumkristnu samhengi". Ég á nú að vera búin að skila en fékk smá frest, en aldrei hefur mér gengið jafn illa að koma mér að verki og nú og kenni ég því um að þetta er síðasti kúrsinn sem að ég skila verkefni í við deildina og mér finnst ég svo gott sem búin og einhvern veginn bara formsatriði að klára. En ég þarf að spýta í báða lófa og klára þetta í vikulokin! Alltaf gott að hafa afsakanir og sjálfréttlætingarnar á hreinu.......
Við sitjum því þessa stundina, ég og Matta og spilum "memory" spil þar sem að sú stutta svindlar alveg óspart og reynir að fá móður sína til að gera slíkt hið sama......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 09:41
Athyglisvert!
Ég fékk þessa athugasemd á bloggi einu hér, þar sem að mér varð á að fara út í umræður sem að ég hefði betur sleppt. Það er svo merkilegt hvernig fólk getur talið sig geta sagt hvað sem er og hvernig valdboð í umræðu getur verið yfirgengilegt.
"Sunna Dóra sem betur fer búum við í landi þar sem aðgengi að menntun er góð og fólk á ýmsa möguleika með starfsval. Þú hefur eflaust marga kosti en að verða safnaðarhirðir er ekki einn þeirra, ekki gera kirkjunni það að gerast prestur með þennan afbakaða Guð sem herra þinn og væntanlegs safnaðar."
Hugsa sér hvað það er gott að til er fólk sem er til í að ráðleggja mér og beina mér inn á réttar brautir. Ég get verið Guði þakklát fyrir að ég er ekki uppi á myrkum miðöldum því að þá væri búið að brenna mig líklegast fyirr villutrú.
En ég er þakklát fyrir það að búa í upplýstu samfélagi, þar sem einmitt aðgengi að menntun er gott og í því upplýsta samfélagi er akkúrat rúm fyrir ólíkar skoðanir. Mikið er ég þakklát fyrir allar ólíkar raddir, fyrir ólíkt fólk, fyrir ólíkar skoðanir, fyrir allan þann fjölbreytileik sem að sköpun Guðs felur í sér. Guði sé lof fyrir lífð og tilveruna, fyrir allt það góða fólk sem að reynir að berjast fyrir að fá tilveru sína metna til jafns við tilveru annarra. Barátta ykkar er mér og öðrum fordæmi! Takk fyrir mig!!
Með kveðju, Sunna Dóra!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 11:19
Hugsi...
Ég hef verið ansi hugsi síðastliðna daga yfir ýmsu sem að ég hef orðið vitni af hér í þessum bloggheimi! Ég hef séð ýmislegu haldið fram í nafni kristinnar trúar og jú hef blandað mér í þær samræður. Sumu á maður kannski að sleppa, því þegar ég hef mætt heitri sannfæringu þá er annars vegar spurningum ekki svarað eða talað um að Jesú hafi varað við fræðimönnum.
Nú tel ég mig ekki fræðmann/konu þar sem að ég hef nú ekki lokið námi og ekki er ég prestur þar sem að ég hef ekki tekið vígslu eða lokið því starfsnámi sem að þarf til.
En þegar t.d. er talað um það að kristin hefð hafi verið konum oft fjandsamleg og hvað kvennaguðfræðin hafi lagt til málana, þá er talað um að kvennakrikjan starfi ekki eftir orði Guðs og gagnrýnd tilvist hennar innan þjóðkirkjunnar þar sem hún er jú með blessun Biskups.
Nú skil ég ekki margt og veit lítið um annað......en þegar gagnrýndir eru hlutir sem ekki er vitað nægilega mikið um og fullyrt um að konur séu nú heppnar þar sem að María Mey er æðst allra kvenna og nýtur hárrar stöðu innan kirkjunnar......þá bara verð ég alveg orðlaus. Það er nú kannski ágæt stundum að verða orðlaus en ég hef sjaldan mætt svona viðhorfum. Ég er kannski bara búin að vera svona lengi í vernduðu umhverfi Háskólans........
Annað sem ég skil ekki heldur er þegar rætt er um samkynhneigð á guðfræðilegum grunni þá fæ ég það fram að ekki er verið að fordæma grunnhneigðina sem slíka. Heldur aðeins kynmökin sem eru afleiðing hneigðarinnar. Nú verð ég aftur pínu hissa......ég spyr hvort í þessu felist ekki fordæming á hneigðinni og hvort að það sé verið að halda því fram að samkynhneigðir megi vera samkynhneigðir með því þá að stunda ekki kynlíf. Þá er svarið að það væri jú best! En þetta er alls ekki fordæming síður en svo......Nú spyr ég hvað er þetta annað en fordæming á samvistum samkynhneigðra þó að hún birtist svona undir rós. Allar hneigðir sem að tengjast kynverund okkar hafa þá afleiðingu sem er kynlíf. Er kannski verið að horfa svo mikið í kynlífið sjálft að tilfinngasambandið verður útundan. Það er ekki rætt um að fólk geti hreinlega hafa fundið sér sálufélaga til að eyða ævinni með. Með því að einblína inn í svefnherbergi að þá þarf fólk ekki að takast á við hin atriðin sem að skipta máli........
Annars held ég að vegna þess að hneigðin sjálf er alltaf umræðu efnið að þá gleymist elskan sem er forsenda fyrir því að fólk ákveður að deila kaupum og kjörum. Ég alla vega tel það forsendu að góðu sambandi að kærleikur sé og ríki á milli þeirra sem mynda samband, það mikill kærleikur að fólk getur ekki hugsað sér lífið án hvors annars. Hvernig fólk kýs síðan að tjá sína ást er eitthvað sem að kemur mér og öðrum ekki við. Grundvöllurinn er ástin og frelsið til að tjá þá ást án fordæmingar
kveðja,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2007 | 00:17
Fleyg orð..
"In my judgement, the church´s credibilty for offering a liberating, healing word, as well it´s efficacy in "setting captives free," depends on wether its commitment to ending violence is broadly inclusive and universal in scope. No one - not you, not I, not anyone else - should be left out, and no one should be made to suffer alone. If there is a single Christian duty, task or project, it is not to give to others, but to create and be in community in wich all people can give, contribute, and feel valuable. As I see it, that´s the kind of ministry truly worthy of our time, our commitment, and our very lives"
Marvin M. Ellison
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hugsað upphátt
Bloggvinir
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
halkatla
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Hrafnhildur Ólafsdóttir
-
Axel Eyfjörð Friðriksson
-
Erla Björk Jónsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Guðný Bjarna
-
Sigríður Gunnarsdóttir
-
Helga Dóra
-
Brussan
-
Hulda Lind Eyjólfsdóttir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Heiða Þórðar
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kolgrima
-
Heiða B. Heiðars
-
Edda Agnarsdóttir
-
Halla Rut
-
Huld S. Ringsted
-
Dísa Dóra
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Árni Svanur Daníelsson
-
Viðar Eggertsson
-
Þorgeir Arason
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Vefritid
-
Dofri Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Karl V. Matthíasson
-
Toshiki Toma
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Róbert Björnsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
krossgata
-
Ólafur fannberg
-
Baldvin Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Pétur Björgvin
-
Linda
-
Jóhann Helgason
-
Helena Leifsdóttir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Alfreð Símonarson
-
Hlekkur
-
Mamma
-
Þóra Ingvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Ómar Bjarki Kristjánsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Ruth
Annað
- Árni bróðir
-
Sunna Dóra
Hugsað upphátt!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar