Færsluflokkur: Dægurmál

Það er að draga til tíðinda í veðrinu....

Það fór um mig sælutilfinning þegar Siggi stormur sagði þetta rétt í þessu í veðurfréttum. Þetta hefur ekki heyrst núna um alla langt skeið og ég hreinlega farin að sakna þess að fá eins og einn góðan storm W00t! En nú er þetta sem sagt staðreynd....það er að koma stormur og slagveðurs rigning af verstu gerð! Það er eins gott að það komi vont veður og slatti af rigingu til að þurrka gleðibrosið af landsmönnum sem hefur ekki farið af þeim í öllu þessu handboltafári. Ég bara kann ekki við svona mikið af gleði....öllu má ofgera Halo!
 
  • Ég er annars í smá logni, búin að fræða 110 fermingarbörn í síðustu viku um Jóhannesarguðspjall og nú er vetrarstarfið fram undan.
  • Búin að koma yngstu dóttur minni í skóla, en hún að byrja núna í 6 ára bekk.
  • Búin að koma hinum tveimur grísunum af stað líka.
  • Búin að gera mest lítið alla þessa viku.
  • Er að reyna finna neistann til að byrja að skrifa tímamótaverkið aftur eftir langa, langa, langa hríð.
  • Er að reyna að hugsa ekki of mikið um hluti sem ég get ekki haft nein áhrif á.
  • Er að reyna að pirrast ekki of mikið yfir öllum þeim hlutum sem ákváðu að bila í þessum mánuði, þar má telja báða bíla heimilisins og nú síðast þvottavélin.
  • Er að reyna að hætta að borða nammi.
  • Er að reyna að fara að hreyfa mig.
  • Er að reyna að hætta að reyna svona mikið LoL!
Ég þori ekki að lofa að nú sé endurkoman mikla í bloggheima að eiga sér stað....það er svo ansalegt að segjast vera komin aftur á fullt en svo gerist ekkert. En það er alla vega kominn meiri tími til að blogga núna aftur og hver veit nema eitthvað gerist....vegir Guðs eru órannsakanlegir sagði einhver snillingur Cool!
 
Eigið góðan dag og gleðilegan storm Heart!

Konan að reyna að vera í aðhaldi...

.......Og það fyrsta sem hún gerir þegar hún kemur heim er að missa sig í súkkulaðirúsínum. Hún keypti þær í gær fyrir smá kaffiboð og fékk konan sér ekki eins og eina litla smárúsínu. Nú kom sú sama kona heim áðan, þreytt og svöng eftir að hafa elt 20 börn á Árbæjarsafni og það fyrsta sem hún sér er skálin með rúsínunum. Konan sór og sárt við lagði að fá sér ekki neitt og hóf eldamennsku af miklum móð. Augun leituðu þó alltaf til skálarinnar góðu og áður en hún vissi af var munnurinn fullur af gómsætum súkkulaðirúsínum og tilfinningin sem fór um hana var guðdómleg. Aðhald er það gremjulegasta sem er til og þessi umrædda kona er í hinu mesta basli þessa dagana að halda fögur fyrirheit um breytt mataræði og grennri maga. Það er víst ekki á allt kosið þessa dagana í lífi þessarar annars ágætu konu LoL Cool Whistling !

Sest niður og ætla að blogga en ekkert gerist....

Ég gat ekki annað en brugðist við gestabókarfærslu sem kom inn í dag og mér þótti vænt um að einhver skyldi sakna þess að ég bloggi ekki þessa dagana. Málið er að ég er að vinna alveg nine to five og þegar ég kem heim þá andast ég úr þreytu.....það er ekkert grín Shocking en ég er að vinna á leikjanámskeiðum, seinni lotan í sumar og á kvöldin er ekki snefill eftir af orku til að gera eitt né neitt. Eina sem ég megna er að fleygja mér fyrir framan Supernatural og deyja bókstaflega andlega Police
 
Þessi törn er viku í viðbót en í næstu viku verða fermingarnámskeið í Neskirkju sem ég vinn á og svo kannski kemur smá breik, alla vega í bilinu og ég vona að ég fari að komast aðeins og bloggið. Ég kíki öðru hvoru inn og ég les bloggin ykkar en ég viðurkenni að ég hef lítið kvittað og hef smá samviskubit yfir því en lofa (næstum því Cool) bót og betrun þegar sól fer að lækka og fyrstu hressandi haustlægðirnar ganga yfir okkur af sinni alkunnu snilld W00t
 
Ég sakna ykkar og vona að þið hafið það gott. Góða nótt og sætasta drauma Heart.

Er lægð yfir landinu??

Það lítur alla vega allt út fyrir það, ég sit hér alveg gjörsamlega að geispa golunni og á erfitt með að hugsa heila hugsun til enda Pinch! Eina sem ég geri af viti núna er að fylgjast með Íslandsmótinu í golfi sem er að byrja núna í dag í Vestmannaeyjum en þar er mágur minn hann Örn Ævar Hjartarson að keppa og núna sá ég rétt í þessu að hann er einn undir eftir 4 holur! 
 
Líf mitt er eins og þið sjáið fullt af spennu og óvæntum atburðum, til að kóróna spennuna mun ég jafnvel fara í Bónus fyrir klukkan sex Cool!
 
Ha´det Heart!

Ég er komin heim :-D!

Eftir nánast samféllt þriggja vikna flakk um móa og mela er ég heima við! Eiginmaðurinn fór til vinnu í morgun og er fyrri hluti í sumarfríi lokinn hjá honum og seinni hluti verður í September þegar hann mun stíga á afríska grund, nánar í Keníu til að að dvelja þar í tvær vikur!
 
Ég er þó enn í fríi og á eina og hálfa viku eftir en fer að vinna 5. ágúst nk. á ný. Það er smá haustskap í mér, fékk svona tilfinningu í morgun að nú væri best að ganga frá grillinu, fara að elda matarmikla vetrarpottrétti og kaupa skóladót! Ég er einhver veginn svo til í haustið, þó undarlegt megi virðast. Venjulega syrgi ég sumarið fram í október (þegar ég fer að undirbúa jólin Cool) en nú er ég einhvern vegin til í vetur. Þetta ár hefur verið ansi undarlegt fram að þessu og ég er einhvern veginn til í að fleygja hlutunum áfram og setja árið í smá flug-gír! Svona er víst lífið...fullt af öpps end dáns. En ég samt sæl og glöð....bara smá óþol í mér en það er bara mitt að takast á við LoL! Ég er enn að takast á við ritgerðina mína og er að verða svona síðasti bærinn í dalnum í guðfræðideildinni...bráðum verða myndir af mér við hliðin á gömlu vatnslita myndunum hans Magnúsar Jónssonar í V-stofu LoL! Ég hitti fyrir um ári síðan gamlan kennara sem kenndi mér grísku á fyrsta ári í guðfræðinni og hann horfði á mig og spurði í forundran....ert þú ennþá hér?? Ég stamaði bara eitthvað hahahhaa....ég hef verið að fá hamingjuóskir með að ég er útskrifuð og fólk verður aldeilis hlessa þegar það kemst að því að ég er enn að bisast við ritgerðina og er enn ekki útskrifuð. Talandi um alveg feita depression vegna þessa alls ToungeWizard! En ég er samt bara brött og tek lífið pínu lítið bara einn dag í einu, reyni bara að gera mitt besta enda nóg að gera hér heima með grísina þrjá og svo vinnuna mína í Neskirkju. Ég mun klára og þá verð ég sælasta kona í heimi og mun halda alveg ótrúlegt partý og kaupa mér nýtt dress Wink!
 
En nóg af rausi, ég er sem sagt komin heim, er í haustskapi með dass af framtíðarkvíða en ber mig samt alltaf og eilíflega vel Cool

Svona gera menn bara á sumrin :-)!

skorradalur 005skorradalur 014skorradalur 015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sumarið er alveg hreint dásamlegt LoLHeart!


Glefsur úr fríi!

Skelltum okkur á Norðurlandið! Gerðum afar góða ferð og ég læt bara myndir tala sínu máli!
 
 
norðurferð 080
norðurferð 085norðurferð 086norðurferð 088norðurferð 135
norðurferð 148norðurferð 157norðurferð 162norðurferð 169norðurferð 177norðurferð 185norðurferð 208norðurferð 217norðurferð 232norðurferð 249norðurferð 253norðurferð 268norðurferð 283norðurferð 299norðurferð 294norðurferð 311norðurferð 342norðurferð 387norðurferð 392norðurferð 407













































































































































































norðurferð 386













norðurferð 322


 
 
 
 
 
 
 
 
 Síðan sendi ég ykkur fingurkoss og bið að heilsa því að nú andar suðrið sæla vindum þíðum LoLHeart!










It´s alæf!

Sæl öll og margblessuð margsinnis!
 
Mér fannst kominn tími til að anda hér inni á þessu annars dauflega bloggi mínu. Málið er að ég hef annars vegar verið að vinna, hins vegar verið í fríi og hins, hins vegar haft ekkert að segja!! Samt hefur svo margt eitthvað gerst og en þegar ég sest niður til að blogga um það, þá bara gerist ekkert og engin orð komast á blað. Skil ekki alveg þetta ástand á mér, vona samt að það lagist þegar sumri fer að halla og mér fer að verða kalt á tánum á ný Cool! Ég er samt ekki búin að gleyma ykkur sem hafið stundum lesið þetta blogg og bloggvini hef ég lesið reglulega, en þegar ég ætla að skrifa eitthvað á bloggin ykkar þá bara gerist ekki neitt og mér dettur ekkert í hug að segja. Kannski er ég svona bloggbörnát....með kulnun á háu stigi. Ekki gefast upp á mér, ég mun snúa aftur, ég bara einhvern veginn get ekki alveg bloggað núna, of upptekin af því að vera í fríi LoL
 
Eigiði gott sumar og ég hlakka til að blogga á ný um leið og andinn blæs mér eitthvað í brjóst og andleysið hættir að hrjá mig. 
 
lof jú gæs og æll bí bakk........vonandi fyrr en seinna, knús og kvitt á línuna. Það verður að duga í bilinu Heart! péess...hér eru nokkrar myndir af sumarfríinu hingað til.....fyrir ykkur sem eruð farin að gleyma hvernig við lítum út LoL!
 Sumarfrí 067
matta16
sigrúnmattaleikjan_mskei_ii_08_155.sizedmatta19P1000468P1000425P1000432P1000427P1000443Sumarfrí 119Sumarfrí 113

Get ekki bloggað...

....neitt af viti þessa dagana, er að vinna allan daginn frá morgni fram á kvöld! Hef svo margt að segja samt....enda líf mitt fullt af óvæntum og skemmtilegum atburðum, eitt ævintýri líkast Cool!
 
Ég er í törn næstu tvær vikur, er að leiða sumarnámskeið í Neskirkju frá 9 á morgnana til sex á kvöldin. Það er yfirfullt á þessi námskeið og færri komast að en vilja og það er ekki grínið! Segiði svo að kirkjan sé ekki alveg að slá í gegn LoLHalo!
 
Góða nótt og sofiði rótt.....einhvern tímann á ég eftir að blogga um allt sem ég hef ekki tíma til að segja núna LoL! Bíðiði bara.....það fer bara of mikill tími í að vinna að eigin fegurð og heimsfrægð til að ég geti bloggað alveg á hverjum degi....Tounge, koma tímar!!! Síjúgæs Heart! 

Að vera alltaf á leiðinni...

Síðan ég vaknaði í morgun og það eru jú að verða þó nokkrir klukkutímar síðan það átti sér stað, hef ég verið á leiðinni að setjast niður og framkvæma ákveðinn hlut. Ég hef þrátt fyrir þessa fögru fyrirætlan einhvern vegin alltaf fundið á þessari leið aðra hluti sem þurfti að sinna. Þess vegna hef ég verið á leiðinni í allan dag og enn ekki gert þann hlut sem ég setti mér fyrir í morgun að gera. 
 
Það er alveg staðreynd að kona getur orðið alveg hreint uppgefin á því að vera alltaf á leiðinni.......held ég gangi sannast sagna snemma til hvílu í kvöld! Hvort að dagsverkið hafi skilað því sem það átti að skila í upphafi hafi gengið eftir, er ekki hægt að segja að svo stöddu, sagan mun líklega dæma um það það seinna Whistling!
 
Bonna notte....eða eitthvað Heart!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband