Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Vangaveltur!

Nú ætla ég að fara þvert á mína stefnu og blogga um hlut sem að ég hef ekki hundsvit á! Jams það kemur að því að maður fer út fyrir öryggiskúluna og segir einhverja vitleysu Cool!

Ég er lítið pólitísk manneskja, en ég hef jú skoðanir á ýmsu og velti þessu stundum fyrir mér! Þannig er mál með vexti að ég var að lesa Moggann í morgun og sá umfjöllun um þessi húsafriðunarmál á opnunni. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þessa máls enda tel ég mig alla vega ekki hafa forsendur til þess (einhvers staðar liggja takmörkin alveg ljós LoL), svo hef ég ekki sett mig inn í þetta mál.

En ég varð hugsi þegar ég las þetta yfir, og ég viðurkenni að ég skil ekki hvernig hægt er að vera fjórir flokkar saman í borgarstjórn og stýra borginni án þess að vera með einhvern málefnasamning eða framtíðarstefnu. Burtséð frá þessu friðunarmáli þá veit ég sem Reykvíkingur ekkert hvað þessir flokkar ætla að gera og að hverju þeir stefna. Svo virðist sem að ákvarðanir séu bara teknar svona as we go along.......og mér er fyrirmunað að skilja hvernig það er hægt Pinch!

Kannski er ég bara svona úti að aka í pólitík.....en ég hefði gjarnan vilja sjá eitthvað frá þessum flokkum sem eru við stjórn í hverju stefna þeirra og aðgerðaáætlun er fólgin! Þegar svona margir flokkar koma saman þá hljóta þeir að verða að gera einhvers konar málefnasamning til að vita alla vega svona grunnlínurnar í samstarfinu svo að fólk bara vaði ekki áfram þvert á vilja samstarfsflokkana?? Hér spyr sú sem ekki veit Woundering????

Jams, svona er lífið hjá úthverfahúsmóðurinni á þessum miðvikudagsmorgni sem er annars bara nokkuð góður og ég bara kát (ekki farin að lesa....en það kemur...you´ll see Cool)

Ha´det!


Áhugaverð tilvitnun!

Ég rakst á áhugavert efni í bók sem að ég er að notast við þessa dagana í skrifunum mínum og fjallar kaflinn sem ég var að lesa um vandamálið við að finna og skrifa sögu kvenna.

Mér fannst þetta einnig merkilegt í ljósi umræðunnar um feminista sem að fer nú offari hér á netinu, oftar en ekki frá karlmönnum sem að finna konum sem að aðhyllast þessa hugmyndafræði allt til foráttu og spara ekki stóru orðin í þessari ádeilu herferð sinni gegn þessari hugmyndafræði.

Þessi tilvitnum vakti mig til umhugsunar og ég læt hana fylgja hér með öðrum til ánægju og yndisauka:

Hugmyndir karlmanna um konur, endurspegla ekki sögulegan raunveruleika kvenna þar sem að hægt er að sýna fram á að hugmyndafræðileg ádeila um stöðu kvenna, hlutverk eða eðli þeirra eykst um leið og raunverulegt frelsi kvenna eykst og raunveruleg þátttaka þeirra í sögunni verður sterkari.[1]

[1] "In memory of her", bls. 85.

Þangað til næst Smile!


Karpað í Korintu IV hluti!

Korinta2Nú er ég búin að hlaupa smá og búin að setja í eins og eina þvottavél og þá er komin tími til að halda aftur til Korintu og sjá hvað fólk er að bralla þar!

Uppruni og stofnanagerving. 

Ekklesía er hugtak sem að notað var um staðbundið samfélag á stöðum eins og í Korintu, en einnig um hreyfinguna sem heild. Þýðingin sem að er yfirleitt notuð, kirkja gefur ekki til kynna alla merkingu orðsins. Í fornum grískum borgum þá var ekklesían pólitískt hugtak, átti við ríkjandi samkundu frjálsra borgara í hinni grísku “polis” eða borg. Í hinu heimsvaldslega samhengi fyrstu aldarinnar eftir Krist þá var þetta hugtak notað af ýmsum hópum sem tilvísun í samkundu þar sem fólk kom saman. Í grískum þýðingum á ritum Ísrael, þá er þetta orð notað yfir samkundurnar í staðbundnum þorpum (kallað einnig synagógur), eða heildar samkundur allra Ísraelítanna. Seinni notkunin hjálpar til við að útskýra hvernig samkundan gat átt við bæði staðbundið samfélag og allrar hreyfingarinnar sem um var að ræða. Korintubúar hafa líklega skilið þetta sem hliðstæðu við og jafnvel sem staðgengil samkundunnar í hinni grísku borg, þar sem að fyrrum vald hennar hafði verið skipt út fyrir hið aristókratíska borgarráð undir rómverskri stjórn. (121)

 Þátttaka og einkenni. Þrælar munu líklega hafa laðast að samfélagi þar sem grundvöllur skírnarinnar mun hafa verið afnám aðgreiningar milli þræla og frjálsra, sjá einnig 1. Kor. 7.21. Seinni tíma heimildir benda til þess að samkundur á hinu forna pálínska trúboðssvæði hafi keypt meðlimi úr þrældómi með samfélagsfé sem að var aflað (sjá bréf Ignatíusar til Pólýkarps).  Í fornöld, miklu meira en í dag var fólk skilgreint út frá stöðu sinni í hinni félagslegu reglu og út frá þeim félagslega hópi sem það tilheyrði. Flest fólk var mótað af þjóðernislegum og félagslegum arfi sem að það var fætt inn í.  

Fólkið sem að gekk inn í hina nýju samkundu heilagra í Korintu hafði nú þegar menningarleg einkenni sem var grundvallandi. Það voru einkenni sem að höfðu verið félagsgerð í uppeldi fólksins. Trúskiptin og þróunin á nýrri félags-trúarlegri hreyfingu mun hafa falið í sér ferli annars stigs félagsgervingar og endur-félagsgervingu. Þessi nýju einkenni voru lögð yfir það félagslega einkenni sem að var til fyrir. Jafnvel þó að hin trúuðu tóku á sig nýja persónu í samfélagi Krists, héldu þau áfram að starfa á hinu opinbera sviði og inni á heimilinu í samræmi við áður ákvarðað félagslegt hlutverk.  Það kemur því ekki á óvart að það hafi verið alvarlegur ágreiningur innan hinnar nýju samkundu í Korintu jafnt sem milli sumra meðlima hennar. 

Ágreiningur á samkundunni. 

Samkundurnar fólu í sér til viðbótar við máltíð Drottins, farið með sálma, kennsla, spádómar, opinberanir og túlkanir, 1. Kor. 14.26. Svo virðist sem að ólíkt samkundunum í Þessalónikku og Filippí að þá hafi samkundan í Korintu ekki upplifað mikil átök við ytri heiminn. Aftur á móti reis upp ágreiningur innan samkundunnar í Korintu og milli einhverra af meðlimunum og Páls. Á einhverjum tímapunkti eftir að Apóllos hafði kennt í Korintu, skrifaði samkundan Páli bréf um ákveðin mál sem höfðu komið upp.  Hægt er að lesa á milli línanna, inn í þessi álitamál með því að lesa gagnrýnið milli línanna.  

Enn meira síðar, meira í dag enn í gær!

 


Karpað í Korintu III. hluti!

imagesOg áfram höldum við þar sem frá var horfið án þess að líta til baka eða horfa of langt fram á veginn Cool!

Rómarveldi.  

Hin forna borg Korinta var eyðilögð af rómverskum hersveitum 146 f.kr. Hún síðar stofnuð aftur sem rómversk nýlenda af Júlíusi Sesar 44. f.kr. Eftir að sonur Júlíusar Sesar, Oktavíus sigraði andstæðing hans Markús Antóníus í baráttunni við Actium, það varð rómverski keisara költinn miðlægari í Korintu eins og í öðrum borgum hins rómverska keisaraveldis.(117). 

Byggingarnar, viðhald þeirra og fórnir sem fóru fram í keisaratrúarreglunni voru styrktar af auðugri elítunni sem starfaði einnig sem prestar hennar. Tilgangur þeirra var að ala á tilfinningu varðandi samloðun yfir stéttarmörkin og þá tilfinningu að tilheyra rómversku keisarareglunni með því að hafa með fólk úr hverri stétt í fórnarathöfnum og hátíðum umhverfis borgina. (118). 

Sú tilgáta hefur verið uppi að eina skiptið sem að margir borðuðu kjöt var á árlegri hátíð sem að tileinkuð var keisaranum. Þar sem að ólæst, venjulegt fólk skildi ekki eftir sig skrifaðar heimildir, að þá vitum við ekki hver viðhorf þeirra kunna að hafa verið.(118). 

Hin stjórnmálafræðilega og efnahagslega uppbygging í Korintu mun líklega hafa verið í samræmi við rómverska heimsveldið í heild. Rómverskir félagssögufræðingar hafi fundið það út að hið rómverska heimsveldis samfélag fól í sér stórt gap milli hins örsmáa hluta ríkjandi yfirstéttar og svo afganginn af fólkinu. Mjög ríkur minnihluti, minna en 3% sem bjó við alsnægtir í borgunum átti mest af framleiðslulandinu sem síðan byggði grunninn undir auð þeirra og veldi. Stórkaupmenn, kaupmenn, iðnaðarmenn og einhverjir hermenn voru ca. 7 % af heildar fjöldanum. Þau 90 % sem að eftir eru, lifðu við eða undir uppihaldsmörkum. Þannig að flestir í Rómarveldi voru fátækir, lifðu rétt yfir, við eða rétt undir uppihaldsmörkunum.(119)

 Undir hinni rómversku reglu höfðu samkundur frjálsra borgara misst áhrif sín í borgarmálunum þar sem að valdinu var komið fyrir í borgarráðum ríkrar yfirstéttar sem Rómverjarnir treystu til að viðhalda hinni keisaralegu reglu. Í nýrri og útvíkkaðri rómverskri Korintu samanstóð íbúafjöldinn af nýbúum í borginni frekar en innfæddum Korintubúum með rætur í infæddum menningarlegum hefðum. Nærvera þessa fólks af ýmsum þjóðernislegum og menningarlegum uppruna gæti hafa lagt til tilfinningu félagslegs rótleysis og skort á hefðbundinni menningarlegri stefnumörkun meðal fólksins í borginni.(119) 

Aðgreining milli frjálsra og þræla, mun hafa verið mikilvæg á félagslega sviðinu í Korintu, bæði beint og óbeint. Rómverska keisaraveldið var þrælasamfélag. Þrælar voru svo ódýrir að þrælaeign fór langt niður samfélagsskalann. Það er áætlað að í heimsveldissamfélaginu hafi þrælar verið um það bil 1/3 að íbúafjöldanum og annar þriðjungur var fólks sem að hafði hlotið frelsi. Þrælar voru lifandi verkfæri, ekki persónur, með engin lagaleg réttindi og að eilífu merktir sem óvirðulegir. Á meðan sumir þrælar höfðu það betra en aðrir, þá voru allir þrælar á jaðrinum og höfðu upplifað það sem að Orlando Patterson kalla “félagslegur dauði” í tengslum við fjölskyldu, samfélagið og menningarleg einkenni uppruna þeirra. Til viðbótar við það að vera samfélagslega óvirtir, þá voru þrælar reglulega settir undir líkamlegar og kynferðislegar meiðingar. (120) Við getum á engan hátt áætlað fjölda þræla í Korintu. (120). 

Mikill fjöldi íbúa í Korintu voru fyrrum þrælar og afkomendur þræla. Í rómversku samfélagi voru leysingjar áfram litnir hornauga vegna þjónandi bakgrunns síns. Afkomendur þræla voru ennþá óvirðulegt fólk. (120)

Árið 44 f. kr þá flutti Júlíus Sesar leysingja inn í nýlenduna ásamt umfram íbúafjölda frá Róm og hermenn.  Þess vegna hefur stór hluti íbúanna í Korintu verið afkomendur leysingja.  Af því að svona margir íbúanna í Korintu hafa verið afkomendur þræla, þá hefur löngunin eftir félagslegri stöðu spilað stórt hlutverk.  

Ég vona að við séum öll enn glöð, með á nótunum og séum ekki drepast úr leiðindum Sick!

Bless í bili, ég er farin að hlusta á jólalög WizardWhistling!


Hux!

Ok....nú ætla ég að hugsa upphátt, stundum gerist það að ég hugsa og þetta er ein af þeim stundum Wizard!

Ég lifi lífi, já ég geri það Whistling! Lífinu mínu fylgir líferni og alls konar hlutir sem að tengjast því að lifa! Lífið mitt er hluti af mér, því sem ég er og það sem gerir mig að þeirri manneskju sem ég er. Lífið mitt verður aldrei aðskilið frá mér, þannig að ég sem persóna verð eitt en lífið mitt eitthvað annað.

Þannig ef að ég hef velþóknun á fólki, þá felur það í sér velþóknun á því sjálfu og um leið því lífi sem það lifir vegna þess að þetta er eitt en ekki tvennt.

Þegar fólk segist hata líferni fólks, en ekki fólkið sjálft, þ.e. lífið sé svo syndugt en það hatar fólkið ekki sem manneskjur, þá er það bara bull. Þú getur ekki sagst hata líferni fólks en elskað fólkið. Það er svo undarleg réttlæting og fordómum og fyrirlitningu að ég hef sjaldan séð aðra eins staðleysu.

Líf og persónan er eitt og hið sama, líf sem er lifað í frelsi, í réttlæti, í virðingu og í kærleika. Ég og lífið mitt erum eitt og hið sama. Þetta myndar eina heild sem að gerir um leið mig að manneskju!

Hættið þessu nú þessu bulli þið sem þreytist ekki á að bera þetta á borð fyrir okkur. Við sjáum í gegnum þessa undarlegu réttlætingu á fordómum gegn fólki!

tjusssogfrusssss.....hasta la vista beibí Police!


Karpað í Korintu!

Kórinta Nú er komið að yfirliti yfir afa fróðlega grein að eigin mati að sjálfsögðu (geri alltaf ráð fyrir að öllum finnist það sama skemmtilegt og mér Wizard). Þessi grein fjallar um sögu fólksins í Korintu og átök sem að áttu sér stað milli ákveðinna safnaðarmeðlima í hinum frumkristna söfnuði í Korintu og Páls.

Þessi grein er eftir mann að nafni Ray Pickett og birtist hún í bókinni "A Peoples History Of Christianity. Vol. 1. Christian Origins".

Hér á eftir fylgir útdráttur úr þessari grein, en ég birti hana í pörtum af því að ég trúi því að fólk hafi ekki þolinmæði í langan texta. Þannig að þetta kemur inn á næstu dögum skref fyrir skref. Svona framhaldssaga vikunnar Halo!

Þess má geta að titill færslunnar er tekin að láni frá bloggvinkonu minni krossgátu en hún kom með afar góðar tillögur að titlum á þessari væntanlegu færslu minni um Korintu og mér fannst þær svo góðar margar að ég notast við þær hér , takk krossgáta Smile!

Annað sem að ég vil taka fram er að umræða um þessa færslu mun einskorðast við fólk með útstæð eyru, of stuttan hægrifót, stutta putta og feita litlu tá! Vegna viðkvæmni umræðunnar er ekki í boði fyrir aðra að taka þátt Tounge!

Njótið nú vel, enda of skemmtilegt efni um að ræða Police!

Málefnin í hinum elstu samfélögum Krists-trúaðra í Korintu voru augljóslega flóknari og átakameiri en hin fegraða mynd af frumkristnum samfélögum í Jerúsalem. En sú mynd var gefin af þeim, að fólk var sýnt brjótandi brauð saman með glöðu og örlátu hjarta (Post. 2.43-46).113. Á þeim tveimur áratugum sem að liðu frá því að Jesús boðaði í Galíleu og krossfestingunni fram að uppreisninni gegn rómverska keisaraveldinu, spruttu upp samfélög fylgismanna hans umhverfis Miðjarðarhafið. Við miðju þess var samkundan í Jerúsalem sem var stýrt af lærisveininum Pétri og síðar Jakobi bróður Jesú. Samfélög og hreyfingar festu rætur í þorpum og bæjum í Palestínu og Sýrlandi, til dæmis Damascus.(113).

Postulinn Páll og samverkamenn hans settu á stofn samfélög Krists-trúaðra í sveitum Galatíu, í hinum makedónsku borgum Filippí og Þessalónikku og í hinum grísku borgum, Korintu og Efesus. Þó að það séu bréf Páls og arfleifð sem að lifa og sem að fengu kennivaldið í mótun kristindómsins, þá voru aðrir postular og túlkanir á guðspjallinu sem að kepptu um athyglina og hollustu hinna allra fyrstu trúuðu.(113). Sú eina af þessum samkomum sem að við getum rakið frá elstu söguna, er sú í Korintu. Það er vegna þess að mikil átök þróuðust innan samfélagsins og milli meðlima þess og Páls.(114).  

Bréfið segir söguna af erfiðum tilraunum Páls til að móta viðhorf og athafnir hinna trúuðu sem ekki aðeins brugðu út af og voru á móti kenningum hans, heldur settu einnig spurningamerki við trúverðugleik Páls vegna þess, eins og þeir orðuðu það sjálfir: “Sjálfur er hann lítill fyrir mann að sjá og enginn tekur mark á ræðu hans (II. Kor. 10.10)”. Skynjun þeirra var fjarlægt hróp frá hinum fegraða Páli seinni kynslóða sem varð fyrirmyndar guðfræðingur hjálpræði trúarinnar.(114).

Hin kanóníska staða bréfa Páls lét í það skína síðar að meðlimir þeirra kirkna sem að hann stofnaði hefðu um leið samþykkt allt sem að hann skrifaði, sem grundvöll trúar þeirra, heimsmyndar og samfélags lífsins. Það er því gert ráð fyrir að bréfin hans leggi til glugga beint inn í það sem að einhvern veginn stökk inn í tilveruna sem pálínskur kristindómur. (114).  

Aftur á móti með því að lesa gagnrýnið bréfaskriftirnar í Korintu, þá koma þær upp um samfélag sem að fæddist í baráttu og átökum þar sem að meðlimir samkomunnar sóttust eftir ólíkum sjónarhornum og athöfnum. (114).  

Þessi saga fólksins sem voru hluti af samkomum Krists í Korintu snýr sjónarhorninu frá Páli að átrúnaði og iðju Korintubúa. Við erum því ekki lengur með áhugann á Páli beint og enn minna á guðfræði hans. Frekar höfum við áhuga á fólkinu sem að hann átti samskipti við í sérstökum borgum, hverju þau trúðu, hvernig þau tengdust og brugðust við trúboði Páls og samverkamanna hans og hvernig þau erfiðuðu við að móta styðjandi samfélög oftar en ekki í fjandsamlegum pólitískum aðstæðum. Sögulega hafa bréf Páls verið notuð fyrst og fremst sem grunnur til að endurmóta guðfræði hans, sem að hefur leitt af sér túlkun á mælskufræðinni á grundvelli guðfræðilegra hugtaka sem eru lesin frá samtímanum aftur að tíma Páls.(115). 

En bréf Páls hafa haft svo gríðarleg áhrif á sögu kristindómsins að það er erfitt að gefa rödd hans og sjónarhorni ekki forréttindi þegar þau eru lesin.(115).

Bless í bilinu, framhald á morgun Wizard! 

 


Drottinveldi í stað karlveldis!

Eftir orrahríð gærdagsins hef ég ákveðið að venda mínu kvæði í kross og gefa ykkur innsýn í greiningarkerfi sem að ég hef verið að skoða til að greina biblíutexta í ritgerðinni minni þá með tilliti til minnihlutahópa, í mínu tilviki kvenna.

Hér er um að ræða greiningarkerfi Fiorenzu sem að ég hef áður getið um hér. Hún vill ekki lengur greina textann eingöngu á grundvelli skilgreininga á karlveldi og segir að það gangi ekki upp, vegna þess að kúgunin og yfirráðin séu flóknari og margslungnari en að eingöngu sé um  að ræða, yfirráð karla yfir konum. Hér er þá til grundvallar kynjatvíhyggjan. Hún vill útvíkka karlveldishugmyndina og tala um drottinveldi (kyriarchiu).

Mér finnst þetta alveg ofsalega spennandi og flott greining og læt hér smá umfjöllun fylgja með öðrum til ánægju og yndisauka inn í helgina Cool!

Karlveldið er þriðja atriðið í þessum tvíhyggju flokkum og Fiorenza segir að það merki bókstaflega vald föður yfir börnum sínum eða öðrum meðlimum ættbálks hans eða heimilis.[1] Ef að hugmyndin um feðraveldi er skilgreind á grundvelli karlkyn/kvenkyns kynjatvíhyggju þá verður gjörnýting og fórnalambsgerving á grundvelli kynferðis og kyns, frumkúgunin.[2] Fiorenza segir að skilningurinn á kerfisbundinni kúgun í feðraveldinu sé vandamálabundin af eftirfarandi ástæðum:  
  • Konur eru skildar sem hjálparlaus fórnarlömb og algerir vald karla yfir konum. Hér er litið framhjá því að karlmenn hafa ójafnar stöður sjálfir þegar að yfirráðum kemur.[3]
  • Aftur á móti eru konur ekki alltaf algjörlega hjálparlausar og valdalausar heldur taka sjálfar þátt í því að hafa “vald yfir”. [4]
  • Tveggja póla greining á feðraveldi gerir ráð fyrir algjörum kynjayfirráðum og kynjamismun, jafnvel þó að kyn/kynferði standi aðeins fyrir eina vídd á flóknu kerfi yfirráða. Kynjagreining sem er ekki um leið einnig, kynþátta, stéttar og heimsvaldstefnu greining nægir ekki. Flókin greining á því hvernig formgerðir yfirráðanna skarast er nauðsynleg.[5]
  • Tvípóla tvíhyggju greining á feðraveldinu vanrækir einnig völd kvenna yfir öðrum konum.[6]
Að þessu sögðu skoðar Fiorensa þá flokka í greiningunni sem að hún setur undir flókna kerfisbundna greiningu. Hún segir að það sé til að skýra og gera sýnilega hina flóknu innri formgerð yfirráða ólíkra kvenna hópa sem að eiga í átökum. Hún hefur fært rök fyrir því að það verði að endurskilgreina feðraveldi sem drottinveldi (e.kyriarchy) sem er nýyrði komið úr grísku og samsett úr orðinu, kyrios (drottinn, meistari) og sögninni archein (að ríkja).[7] Fiorenza ræðir fyrst um drottinveldið og segir að það hafi í klassískri fornöld verið yfirráð herrans, þrælahaldarans, eiginmannsins, þeirra sem voru fæddir frjálsir inni í yfirstéttina og menntaðra herramanna sem að aðrir karlmenn og konur voru sett undir. Í fornöld þá var drottinveldi stofnanagert sem konungsveldi eða lýðræðislegt, stjórnmálalegt form yfirráða. Drottinveldi er best fræðilega séð útskýrt sem flókið pýramída kerfi margra félagslegra formgerða þeirra sem að ríkja og þeirra sem að eru sett undir og þetta tvinnast allt saman. Drottinvaldsleg tengsl yfirráðanna eru byggð á yfirstéttar karlkyns eignarrétti og á sama tíma á gjörnýtingu, yfirráðasvæðum, vanmætti og hlýðni kvenna.[8] Þar af leiðandi skilgreinum við drottinveldi sem félags-menningar og trúarlegt kerfi yfirráða er samansett af mörgum formgerðum kúgunar sem að skarast.[9]             Fiorenza segir að nútíma stjórnmálaleg hugsun skýri nánar tvær hliðar á hinu drottnandi valdi. Ein hliðin er sú að leitast er við að tryggja æxlun tegundarinnar og hin snýst um kynferðislega ánægju. Fyrri hliðin viðheldur hinni drottinlegu reglu með því að fara með vald yfir eiginkonum, börnin, þjónum og auði. Sú síðari tengist drottinlegu valdi eða karlkyns-reður valdi sem að fer með vald yfir þeim sem að óskað er eftir. Í nútíma kapítalískum samfélögum þá virkar föðurrétturinn á stofnanalegu formgerðar sviði, en karlkyns eða reður valdið vinnur fyrst og fremst, en ekki útilokandi á málvísindalegu og hugmyndafræðilegu sviði. Stjórnmál yfirráðanna móta hugmyndafræðilegar huglægar stöður sem mynda svo grunninn sem að hugmyndir um yfirráð eru byggðar á.[10] Fiorenza setur síðan fram eftirfarandi formgerðarlegar hliða á drottinveldinu:
  • Drottinveldi er ekki eingöngu yfirráð karla yfir konum. Frekar er það flókið pýramída kerfi yfirráða sem að vinnur í gegnum ofbeldi efnahagslegrar gjörnýtingar og lifaða undirgefni. Hinn drottinvaldslegi pýramídi með stigsbundin yfirráð, getur ekki verið álitinn kyrrstæður heldur síbreytilegt net yfirráða tengsla.[11]
  • Við getum ekki litið á drottinveldi sem ósögulegt eða ósveigjanlegt heldur verðum við að líta á það sem raungert á mismunandi hátt í ólíku sögulegu samhengi. Lýðræðislegt drottinveldi eða drottinvaldslegt lýðræði tengdist á ólíkan hátt í fornöld og í nútímanum.[12]
  • Það er ekki aðeins kynjakerfið heldur einnig hið lagskipta kerfi kynþáttar, stéttar, nýlendustefnu og gagnkynhneigðarhyggju sem ákvarðar hið drottinvaldslega kerfi. Konur lifa ekki aðeins í fjölmenningarsamfélögum og innan ólíkra trúarbragða, heldur eru þær einnig aðskildar í félagslega hópa með ójafna stöðu, ójafnt vald og ójafnan aðgang að yfirráðunum. Kynþáttamismunun, gagnkynhneigðarhyggja, stéttamismunun og nýlendustefna eru ekki hliðstæð heldur margföld. Hinn mikli kraftur drottinlega valdsins kemur fram í lífi kvenna sem er lifa á botni drottinvaldslega pýramídans.[13]
  • Drottinvaldsleg samfélög og menning þurfa til að virka, þjónandi stétt, þjónandi kynþátt og þjónandi kyn og þjónandi trúarbrögð fólksins. Tilvist þjónandi stéttar er viðhaldið í gegnum lög, menntun, félagsgervingu og grimmilegt ofbeldi. Þessu er viðhaldið með þeirri trú að meðlimir hinnar þjónandi stéttar eru af eðli og með guðlegri tilskipun óæðri þeim sem að þeim er ákvarðað að þjóna.[14]
  • Bæði í vestrænum nútíma og grísk-rómverskri fornöld þá hefur drottinveldið verið í spennu við lýðræðislega siðfræði og kerfi jafnréttis og frelsis. Í róttæki lýðræðislegu kerfi, þá er vald ekki notað í gegnu “vald yfir” eða gegnum ofbeldi og undirgefni, heldur gegnum mannlega möguleika á virðingu, ábyrgð, sjálfs-ákvörðun og sjálfsvirðingu. Þessi róttæka lýðræðislega siðfræði hefur aftur og aftur hrint af stað frelsandi hreyfingum sem að krefjast jafns frelsis, virðingu og jafnra réttinda fyrir alla.[15]
Hér kemur inn hjá Fiorenzu annar þáttur sem er mikilvægur í samhengi Drottinveldisins en það er það sem hún kallar drottinmiðlægni (e. kyriocentrism). Í þessu orði felst félags-stjórnmála- og  drottinvaldslegar athafnir hafa framkallað drottinmiðlæga rökfærslu um einkenni, sem þá staðhæfingu um náttúrulegan mismun milli yfirstéttar karlmanna og kvenna, frjálsra og þræla, eignarmanna, bænda og iðnaðarmanna, þeirra sem fæddir voru í Aþenu og annarra íbúa, Grikkja og barbara, hins menntaða heims og hins ómenntaða. Svipað ferli hugmyndafræðilegrar drottinmiðlægni er skrifað inn í kristna ritningu í og í gegnum hin svo kölluðu heimilislög undirgefninnar.[16] Fiorenza segir að sem hugmyndafræði eða huglæg staða, þá líkt og karlmiðlægnin virki drottinmiðlægnin á 4 stigum.[17]
    1. Á hinu málfræðilega og málvísindalegu stigi: Tungumálið er ekki bara karlmiðlægt, heldur setur það yfirstéttar karlmenn í miðjuna, en yfirstéttar konur og aðrir karlmenn fara út á jaðarinn. Kvenkyns þrælar og fátækar konur verða ósýnilegar.[18]
    2. Á hinu táknræna og menningarlega stigi: Drottinmiðlægni formgerir og gerir eðlileg kynja, kynþátta, stétta og nýlendutengsl sem nauðsynlega ólík.[19]
    3. Á hinu hugmyndafræðilega og menningarlega stigi: Drottinmiðlægni lætur kynja, kynþáttar, stétta og nýlendu fordóma líta út sem eðlilega og hylur þá staðreynd að slíkur munur séu samfélagslega mótaðir. Það formgerir mismuninn sem tengsl yfirráða.[20]
    4. Á félagslegu og stofnanalegu stigi: Drottinmiðlægnin viðheldur annars flokks ríkisborgararétti allra annarra en hvítra yfirstéttar karlmanna. Það gerist gegnum efnahagslega og laga-stjórnmálalegra hjálpargagna og sérstaklega í gegnum félagsgervingu, menntun og innrætingu.[21]
Fiorenza vill kalla hina alþjóðlega visku hreyfingu, kirkju kvenna (e. ekklesia of women). En þetta módel hennar leitast við að brjóta niður hið nútímalega gap milli hinna svo kölluðu veraldlegu og trúarlegu kvennahreyfinga með því að einkenna kristin samfélög og  biblíutúlkun sem mikilvægar hliðar á kvennafræðilegri stjórnmála- og vitsmunalegri baráttu til að umbreyta drottinvaldslegum tengslum yfirráða.[22] Fyrir slíkt ferli glöggvunar, getum við notað innsæi komið frá hinni sérstæðu sögulegu-, stjórnmálalegu- og trúarlegu baráttu kvenna gegn kerfum kúgunar sem verkar á sviði stétta, þynþáttar, kynja, þjóernis og kynferðislegs forgangsréttar og svo framvegis.[23]Fiorenza segir í lok þessa hluta að það að verða á gagnrýninn hátt meðvitaður um gangverk kúgunar og firringarinnar breytir okkur ekki í fórnarlömb heldur gerir okkur kleift að halda áfram baráttu viskunnar um allan heim fyrir jafnrétti og velferð allra.[24]

[1] Sama, bls. 115.[2] Sama, bls. 115.[3] Sama, bls. 116.[4] Sama, bls. 116.[5] Sama, bls. 117.[6] Sama, bls. 117.[7] Sama, bls. 118.[8] Sama, bls. 118.[9] Sama, bls. 118.[10] Sama, bls. 121. [11] Sama, bls. 121.[12] Sama, bls. 122.[13] Sama, bls. 122.[14] Sama, bls. 122.[15] Sama, bls. 122.[16] Sama, bls. 123.[17] Sama, bls. 124.[18] Sama, bls. 124.[19] Sama, bls. 124.[20] Sama, bls. 124.[21] Sama, bls. 124.[22] Sama, bls. 130.[23] Sama, bls. 130.

[24] Sama, bls. 130.

Eftirfarandi hefur verið tekið úr bókinni: Wisdom Ways. Introducing Feminist Biblical Interpretation.

Eigði góða helgi Heart

péesssss: Þau sem lásu fá tvö prik og broskall í kladdann....Smile


Mér finnst svo margt skrýtið í þessu máli!

Ég fer alveg á flug með samsæriskenningarnar núna!!

Hvers vegna var gert hlé eftir að tveir fulltrúar höfðu tjáð sig og síðan engar fleiri umræður?? Hver vegna vill biskup ekki tjá sig um það??

Hver vegna var hin tillagan síðan dregin til baka??

Hver vegna þarf að standa vörð um hefðbundinn skilning á hjónabandinu, merkir það núna að málinu sé lokið og engar frekari umræður í boði um hjónabandið og skilninginn á því! Merkir það að nú mun kirkjan ekki ræða þetta frekar, allir glaðir og allir sáttir Wizard!

Ég er einhvern veginn viss um að það séu bara alls ekkert allir sem að gleðjast og fagna, vissulega einhverjir. En það mun ekki nást sátt um þetta og alls ekki  ef það á að halda áfram að skapa aðgreiningu með því að nota hjónabandið sem valda- og útilokunartæki gegn samkynhneigðum.

Ég persónulega skilgreini ekki mitt kynhlutverk á grundvelli hjónabandsins eða hjúskaparlaganna. Hef svo sem lítið spáð í þeim lagabálki eftir að ég gifti mig og líka áður en ég gerði það. Ég hugsa að kynhlutverkið hafi orðið til miklu fyrr og vafið inn í það félagslega umhverfi sem að ég er fædd inn í. Ég skilgreini mig í mínu hjónabandi út frá þeim tilfinningum sem að ég ber til mannsins míns og við eigum gagnkvæm samskipti byggð á ást, virðingu og trúfesti. Hjúskaparlögin gera mig ekki að konu eins og ágæt kona orðaði það nokkurn veginn um daginn.

Ég er ekki tilbúin til að standa vörð um þennan hefðbundna skilning og ætla mér ekki að taka þátt í þeim leik. Því miður, en ég er ekki sátt og eflaust verða einhverjir sammála mér, örugglega einhverjir ósammála! Þannig er nú bara lífið, en mér finnst þetta líta út sem þvinguð niðurstaða, það er bara tilfinning sem ég fæ og grunur minn er sá að hér fari ekki allir sáttir frá borði og nú muni þjóðkirkjan en og aftur gjalda þess með úrsögnum.

*hrmpf*

 


mbl.is „Verum meðvituð um að niðurstaða er fengin og gleðjumst yfir því"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífsins ljós!

Ég sótti málþing áðan í þjóðminjasafninu um málefni samkynhneigðra og kirkju. Að þess málþingi stóð hópur presta ásamt samtökunum 78.

Þarna var þétt setinn salur af fólki, prestum, þingmönnum og fleirum sem að vilja kynna sér þessi mál.

Á morgun hefst kirkjuþing og þar liggja fyrir tvær tillögur um samvistir samkynhneigðra og það verður áhugavert að sjá hvernig kirkjuþing mun taka á þessu máli. Málaskrá kirkjuþings er hægt að sjá inni á kirkjan.is.

Ég hef oft skrifað hér um hjúskap samkynhneigðra og lýst þeirri skoðun minni að mér finnst að þetta eigi að vera heimilt og það eigi að vera ein hjúskaparlög fyrir alla óháð kynhneigð. Ég ætla ekki að fara hér út í biblíutúlkun eða hefðarrök eða andhefðarrök og allt það. Tel þá umræðu hafa farið hér fram áður og ég þar lýst minni skoðun skýrt og skorinort.

Ég vil nota tækifærið og lýsa þeim tilfinningum sem að fara í gegnum hugann á þessari stundu eftir þetta þing. Ég ætla algjörlega að tala á nótum tilfinningaraka og ekki einhverra kaldra trúarkenninga sem að ala á aðgreiningarhyggju og framandleika milli fólks.

Ég hef verið með hugann alveg á flugi og næ einhvern veginn ekki að klára eina hugsun til enda áður en að ný tekur við. Þarna komu fram og stigu í pontu góðir fyrirlesarar og allt konur Cool! Allt voru þetta flottar konur en það sem að stendur upp úr er frásögn manns og sonar hans sem að er samkynhneigður. Hann stóð þarna faðirinn og lýsti því hvernig hann óskaði þess að börnin hans nytu allra réttinda sem að hann sjálfur nýtur. Sonur hans var svo spurður út í nokkra hluti og það sem að situr eftir í mínum huga voru lokaorð hans þegar búið var að tala um mannréttindi og hans hug til kirkjunnar og hvað honum fyndistum um það, að samkynhneigðir ættu að sitja við sama borð: Já, annars hefði Guð ekki skapað mig!!!

Vitiði að þessi játning þessa drengs er eitthvað það sterkasta sem að ég hef orðið vitni að lengi og ég er enn viðkvæm eftir að hafa hlýtt á þessi orð.

Það töluðu fleiri þarna, ung lesbísk stúlka lýsti því að hún er að fara að gifta sig 22. mars nk. Hún þarf að fara og skrifa undir einhver skjöl í gegnum gler fyrst. Þá er hún komin í staðfesta samvist. Hún lýsti því hvernig hún vildi geta farið til einhvers sem að stendur ekki á sama um hana og hennar líf og tilfinningar. Einhvern sem að lætur sig hana og unnustu hennar varða. Það gerir konan/maðurinn ekki bak við glerið hjá sýslumanni.

Guðfríður Lilja átti líka flott innlegg þar sem að hún talaði um að ef að Jesús Kristur gengi inn í salinn í dag, sá sem að hafði það að markmiði að vera í kringum þá sem að minnst mega sín og þeirra sem að eru á jaðrinum og hann gaf þeim gildi í samfélaginu. Það fyrsta sem að hann hefði gert í dag hefði hann komið inn, þá hefði hann fyrst gengið inn og tekið í höndina og heilsað þessum hugrakka unga dreng sem að var ný búinn að tala.

Þetta er svo rétt hjá henni. Við erum búin að búa til kristindóm í dag sem að hafnar og meiðir. Kristindóm sem að aðgreinir og gefur sumum forréttindi og öðrum ekki. Kristindóm sem að segir: Þú ert í lagi....ekki þú.

Ég get ekki fellt mig við þennan kristindóm, ég get ekki fellt mig þessa aðgreiningarhyggju og gagnkynhneigðarhyggju sem að meiðir annað fólk. Ég vil ekki vera hluti af því að meiða og særa fólk og tilfinningar þess. Ég vil ekki vera þátttakandi í að viðhalda veruleika sem að aðgreinir og býr til framandleik úr andstæðum. Nú er ég ekki prestur og ekki einu sinni ennþá orðinn guðfræðingur, en þetta er veruleiki sem að mér finnst ekki áhugaverður þegar ég hugsa um þann möguleika sem að ég hef eftir mitt nám, þá að að geta sótt um embætti innan kirkjunnar. Hugur minn leitar ekki þangað í dag og er blendinn! Ég viðurkenni það og mér finnst það á ákveðinn hátt erfitt. Kirkjan er í mínum huga er griðastaður og vin í önnum dagsins. Hún hefur verið mér skjól og hún hefur gefið mér blessun og frelsi til að elska þann sem að ég valdi og varð ástfangin af. Þetta frelsi hafa ekki allir og við sitjum ekki öll við sama borð þegar kemur að frelsinu til að elska innan kirkjunnar. Þetta er sorglegur veruleiki en hann er raunverulegur!

Það er svo merkilegt að ég fyllist sorg vegna þessa, en um leið fyllist ég von. Ég hef von um að kirkjan muni hverfa til uppruna sín, til hans sem segir við hverja manneskju: Þú skiptir mig máli, vegna þess að þú ert mín góða sköpun. Ég hef samþykkt þig í heilagrí skírn og ég þekki nafnið þitt og ég veit hver þú ert, hvað þú stendur fyrir, hvers þú óskar og hvað þú þráir. Þú ert mitt elskað barn og ég tek þér eins og þú ert! 

Þeir prestar þjókirkjunnar sem að, að þessu máli komu í dag eiga heiður skilinn. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sína vinnu og þrautseigju og vilja þeirra til að koma þessum málum í farsæla höfn. Þau hafa synt gegn straumnum en ég trúi að þau munu sjá vinnu sína njóta þeirra ávaxta sem að hún á skilið.

Það er vegna þessarar vinnu þessa presta að ég fylltist von í dag, von fyrir kirkjuna mína og von fyrir okkur öll að það komi tími þar sem að það sem að við eigum sameiginlegt verður forsendan í okkar samskiptum, ekki það sem að skilur okkur að. Þannig verði kirkjan okkur vettvangur fyrir okkur öll ekki bara suma útvalda sem njóta þeirra forréttinda af hafa fæðst með "rétta kynhneigð".

Takk fyrir mig í dag þið sem að stóðuð að þessu þingi og takk fyrir að gefa mér von um réttláta, sterka og flotta kirkju sem þorir að taka áhættu fyrir fólk!

Þetta er mitt lífsins ljós í dag Heart!

 


Málþing um hjúskap og staðfesta samvist!

Mig langar að vekja athygli á eftirfarandi:

MÁLÞING UM HJÚSKAP OG STAÐFESTA SAMVIST

Mynd með frétt

Hópur presta í samvinnu við samtökin ´78 býður upp á málþing um hjúskap og staðfesta samvist í samfélagi okkar. Málþingið verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 19. október kl. 13:30 - 16:00. Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir að taka þátt í umræðum um þessi mikilvægu mál.

Dagskrá:

13:40 - 13:55  Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir siðfræðingur fjallar um hjónabandið og mælir fram með þeirri skoðun að það skuli standa opið öllu fullveðja fólki í samfélagi okkar sem vill lifa saman í skuldbindandi ástartengslum. 

 

14:00 - 14:15 Hulda Guðmundsdóttir kirkjuþingsmaður og MA í guðfræði mun mæla fram með þeirri leið að hjónaband karls og konu og staðfest samvist fólks af sama kyni verði ekki sameinuð heldur skuli hvort um sig halda sérkennum sínum sem jafngild sambúðarform sem prestar fái umboð til að staðfesta að lögum.  

 

14:20 - 14:40 Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur mun lýsa lagaumhverfi hjónabands og staðfestrar samvistar.

Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth flytja ástarljóð.

15:00-15:15 Feðgarnir Kristján Kolbeins og Eyjólfur Kristopher Kolbeins lýsa samskiptum sínum, en sonurinn er hommi.

Kaffiveitingar og tónlist

15:40 - 16:30  Pallborðsumræður þar sem framsögumenn sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum frá Samtökunum 78

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Hugsað upphátt

Höfundur

Sunna Dóra Möller
Sunna Dóra Möller
Guðfræðinemi sem stefnir á að útskrifast einhvern tímann og breyta svo heiminum í framhaldi af því!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jóla
  • jólatrée
  • P1010337
  • P1010307
  • norðurferð 322

Annað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband